is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27475

Titill: 
  • Breyting á rekstrarumhverfi bílaumboða á Íslandi. Raundæmi úr rekstri Toyota á Íslandi.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um breytingar á rekstrarumhverfi bílaumboða á Íslandi fyrir og eftir hrun og er árbilið frá 2005 til 2016. Til þess að greina rekstrarumhverfið var notuð PESTEL greining en hún fer yfir fimm helstu þætti í ytra umhverfi fyrirtækja sem hafa hvað mest áhrif á það. Tekið var viðtal við Úlfar Steindórsson, forstjóra Toyota á Íslandi, og þannig fengin raundæmi frá einu helsta bílaumboði landsins. Niðurstöður ritgerðarinnar leiddu í ljós að ytra umhverfi bílaumboða hefur mikil áhrif á rekstur þeirra. Það er klár fylgni á milli efnahagssveiflna og bílasölu og því nauðsynlegt fyrir bílaumboð að vera undirbúin fyrir næstu niðursveiflu. Það er gert með því að styrkja efnahagsreikninginn til að draga úr áhrifum niðursveiflu þegar hún skellur á. Á seinasta ári (2016) varð metsala í nýjum fólksbílum, sem ætti ekki að koma mikið á óvart þar sem kaupmáttur hefur aukist mikið undanfarið. Bílaumboð eru mjög háð margs konar lögum og reglugerðum. Bílaumboð verða líka fyrir sterkum pólitískum þrýstingi hvað varðar mengun af völdum bíla. Mikil umhverfisvitund virðist vera til staðar og er það ákveðin áskorun fyrir bílaumboð og framleiðendur bíla að reyna að koma til móts við það sjónarmið. Í því sambandi hafa þessar greinar til dæmis farið að bjóða upp á rafmagnsbíla og tengitvinnbíla sem er umhverfisvænni kostur en áður hefur sést. Tækniframfarir hafa verið gríðarlega miklar síðastliðin ár og hefur það sýnt sig að nauðsynlegt er að bjóða upp á tæknivæddari bíla samhliða því. Miklar og hraðar framfarir hafa orðið á bílum á stuttum tíma og þá helst hvað varðar öryggismál, minnkun á eldsneytisnotkun og almenna tækniþróun. Reynslan hefur sýnt fram á að það er nánast fullkomin fylgni á milli stöðu efnahagsmála og bílasölu og því er erfitt að sjá fyrir hvernig salan þróast á næstu árum. Efnahagskreppur skella oftast á með litlum eða engum fyrirvara og því erfitt að spá fyrir um nákvæmar sölutölur næstu ára.

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27475


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Breyting á rekstrarumhverfi.pdf567.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Rakel-Skemma.pdf672.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF