is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27476

Titill: 
  • Streita grunnskólakennara. Hvað er til ráða?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þekkt er að kennarastarfið er streitumikið starf. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á streitu kennara um allan heim og hefur áhugi á viðfangsefninu farið vaxandi frá seinni hluta 20. aldar. Hér á landi hefur streita kennara þó lítt verið rannsökuð en megin tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvort vinnutengd streita hrjái grunnskólakennara hér á landi. Jafnframt skoða helstu streituvalda í íslensku skólasamfélagi, hvaða aðferðir kennarar nota til að takast á við eigin streitu og hvaða bjargir þeir vilja sjá í skólasamfélaginu. Einnig er kannað hvort það sé fylgni á milli raunverulegrar streitu kennara og upplifunar þeirra á því hversu streitumikið starfið er.
    Framkvæmd var megindleg rannsókn og gefa niðurstöður til kynna að íslenskir kennarar upplifa starf sitt streituvaldandi og töldu 99,5% þátttakenda starfið vera streituvaldandi á einhvern hátt. Alls þóttu 76,1% starfið vera ákaflega eða mjög streituvaldandi. Vinnuálag er einnig mikið hjá kennurum og töldu 90,1% kennara álag á haustönn 2016 vera mikið eða mjög mikið og meirihluta (74,5%) fannst vinnuálagið dreifast jafnt yfir allt árið. Raunveruleg streita var skoðuð hjá kennurum með streitukvarðanum PSS (e. Perceived Stress Scale) og mældist 67% kennara yfir streitu viðmiðum kvarðans. Streita kennara var skoðuð út frá ýmsum hópum og kom í ljós marktækur munur hjá tveimur þeirra. Annars vegar á milli kynja þar sem konur sýndu meiri streitueinkenni og hins vegar eftir aldri þar sem aldursflokkurinn 41 – 50 ára sýndi meiri streitueinkenni en aðrir aldurshópar. Jákvæð fylgni var á milli PSS streitukvarðans og hvort kennarar töldu starfið vera streituvaldandi. Þrír helstu streituvaldar hjá kennurum eru erfiðir nemendur, innleiðing nýrrar aðalnámskrár og kjör. Helstu bjargir sem kennarar leitast í að nota sjálfir gegn streitu eru að viðhalda góðu heimilislífi, skipuleggja fram í tímann og forgangsraða ásamt því að sjá húmorinn í aðstæðum. Kennarar upplifa ekki nægar bjargir gegn streitu í skólanum sem þeir starfa í og 71% kennara hafði hugleitt það oft eða nokkrum sinnum að hætta kennslu síðastliðin þrjú ár. Helstu ástæður sem kennarar nefndu voru kjör, vinnuálag og streita. Krafa kennara gagnvart hinu opinbera er skýr, draga þarf úr vinnuálagi og bæta kjör þeirra.

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27476


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Streita grunnskólakennara. Hvað er til ráða. Rafræn útgáfa.pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Ósk Auðunsdóttir_yfirlýsingSkemman.jpg438.35 kBLokaðurYfirlýsingJPG