is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27483

Titill: 
  • Eiga tölvur að fá mannréttindi? Hugleiðingar um hugsun, gervigreind, siðfræði og frumspeki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á öld gervigreindar gætu ýmsar erfiðar siðferðilegar spurningar vaknað. Hvenær förum við að líta á tölvur sem greindar? Og hvað gerum við ef þær byrja að krefjast réttinda? Þessi spurning er siðfræði-frumspeki-og þekkingarfræðileg í senn.
    Skoðaðar eru forsendurnar til þess að einhver eða eitthvað eigi tilkall til réttinda. Ég tel að til þess að einstaklingur eigi tilkall til réttinda þurfi hann að hafa meðvitund, tilfinningar og vera fær um raunverulega hugsun. Hins vegar veit enginn almennilega hvað meðvitund og hugsun eru í raun og veru.
    Ég fjalla um hugmynd Searle um Kínverska herbergið, þar sem við ímyndum okkur mann sem talar ekki kínversku og er fastur í herbergi þar sem einhver fyrir utan getur sent til hans kínversk tákn gegnum lúgu. Í herberginu er stór og ítarleg reglubók sem hann getur notað til að fletta upp táknunum og finna viðeigandi svar til að senda til baka. Fyrir manneskjuna utan við herbergið virðist hann kunna reiprennandi kínversku, þegar í rauninni var hann aðeins að flytja tákn eftir reglum. Searle fullyrðir að þetta sé sambærilegt því sem tölvur gera, þær flytja tákn eftir reglum en hafa ekki merkinguna á bak við táknin. Því sé sama hversu vel þær geti líkt eftir mannlegri hugsun, þær muni aldrei geta raunverulega hugsað.
    Ég kem með mótrök gegn þessari hugmynd og notast við röksemdafærslu Tim Crane sem segir að það sé lélegur samanburður að líkja tölvunni við manneskjuna í herberginu. Réttara væri að skilgreina tölvuna sem herbergið sjálft, vegna þess að tölva er ekki einungis sá hluti hennar sem færir tákn á milli, heldur er hún líka reglurnar og táknin.
    Einnig fjalla ég um Turing-prófið svokallaða, þar sem þátttakandi spjallar við tölvu annars vegar og manneskju hins vegar og á að skera úr um hver er tölvan og hver er manneskjan. Ef þátttakendunum skjátlast í meira en 30% tilvika og halda að tölvan sé manneskjan, telst tölvan hafa staðist prófið. Ég er sammála Turing með að yfirborðið sé það eina sem við höfum til að dæma hvort tölva geti hugsað. Við getum aldrei upplifað neitt frá sjónarhorni annarra og getum því alveg eins efast að annað fólk sé raunverulega að hugsa. Skynsamlegra er að gera ráð fyrir því að þeir sem virðist hugsa séu raunverulega að hugsa.
    Því tel ég að við ættum að gefa tölvum réttindi ef þær fara að krefjast þeirra. Við ályktum að annað fólk hafi tilfinningar, hugsanir og meðvitund eins og við, svo hvers vegna ekki að álykta að tölvur hafi þá eiginleika ef þær virðast hafa þá?

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27483


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helgi Jónsson - Eiga tölvur að fá mannréttindi_.pdf351.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
doc01199520170511110908.pdf258.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF