Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27487
Í þessari ritgerð eru karlmennskuhugmyndir skoðaðar í tímariti Ungmennafélags Íslands, Skinfaxa, og athugað hvaða breytingar urðu á þessum hugmyndum á árunum 1961-1970. Karlmennskuhugmyndirnar í Skinfaxa eru settar í sögulegt samhengi við þær hugmyndir sem þekktust áður fyrr á Íslandi og einnig þær samfélagsbreytingar sem áttu sér stað á árunum 1961-1970. Kvenréttindabaráttan náði nýjum hæðum á þessum árum og áhugavert er að skoða hvaða áhrif það hafði á hugmyndir samfélagsins um karlmennsku. Skinfaxi var gefinn út nokkrum sinnum á hverju ári og vann ritið að því að tengja betur saman ungmennafélög landsins með því að flytja fréttir af þeirri starfsemi sem átti sér stað um allt land. Í Skinfaxa er lögð sérstök áhersla á íþróttir, kveðskap og margt annað sem ungmennafélögin stóðu fyrir. Sömuleiðis er athyglisvert að skoða „fyrirmyndarkarlmanninn“ og birtingarmyndir hans, þ.e. hvers konar karlmenn var fjallað um í Skinfaxa og hvaða hugmyndir um karlmennsku eru þar áberandi. Þær hugmyndir sem birtast í Skinfaxa eru þar að auki settar í samhengi við önnur blöð og tímarit á árunum 1961-1970 til samanburðar. Niðurstöður leiddu í ljós að litlar sem engar breytingar mátti greina á þessu tímabili og að hugmyndir Skinfaxa voru sömuleiðis í fullkomnum takti við þær hugmyndir sem þekktust í öðrum blöðum og tímaritum á árunum 1961-1970.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð - Tómas Ingi Shelton.pdf | 860,09 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Kápa.pdf | 246,89 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing BA-ritgerð.pdf | 21,79 kB | Lokaður | Yfirlýsing |