is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27490

Titill: 
  • Under Armour: Vitund, ímynd og tryggð á íslenskum markaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Under Armour var stofnað árið 1996 í kringum einfalda hugmynd ungs ruðningsfyrirliða um að hanna íþróttafatnað sem héldist þurr við æfingar. Á stuttum tíma tókst vörumerkinu að ná stórri markaðshlutdeild á samkeppnismiklum markaði og er í dag með stærstu íþróttavörumerkjum í heiminum. Dreifingaraðili Under Armour á Íslandi er Altis ehf sem rekur verslanir í Hafnarfirði og Kringlunni auk þess að selja vörur vörumerkisins til stærri íþróttavöruverslana.
    Ritgerð þessi var skrifuð til að kanna stöðu vörumerkisins Under Armour á íslenskum markaði með tilliti til vitundar, ímyndar og tryggðar þess auk þess að leita svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum:
    Hver er vitund Under Armour meðal neytenda?
    Hver er ímynd Under Armour í samanburði við helstu samkeppnisaðila?
    Hver er ímynd Under Armour meðal markhóps þess?
    Er til staðar tryggð hjá viðskiptavinum Under Armour?
    Skilar staðfærsla Under Armour sér til neytenda á markaði?
    Til að svara ofangreindum spurningum var framkvæmd eigindleg rannsókn í formi viðtals auk megindlegrar rannsóknar í formi spurningalista sem hannaður var út frá upplýsingum þeirrar eigindlegu. Spurningalistinn var lagður fyrir hentugleikaúrtak meðal nemenda Háskóla Íslands með tölvupósti í gegnum nemendaskrá auk þess sem honum var deilt áfram meðal snjóboltaúrtaks á samfélagsmiðlinum Facebook.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar voru þær að Under Armour var þriðja efsta íþróttavörumerkið í huga svarenda á eftir helstu samkeppnisaðilum sínum Nike og Adidas. Ímynd vörumerkisins meðal markhópa þess var almennt jákvæðari en annara hópa sem gefur til kynna að markaðssetning sé að skila sér á réttan stað. Ímynd í samanburði við samkeppnisaðila kom einnig vel út og þeir þættir sem Under Armour leggur mesta áherslu á komu betur út hjá því en helstu samkeppnisaðilum. Fæstir þátttakenda skilgreindu sig sem trygga því vörumerki sem þeir versluðu helst en þrátt fyrir það virtist einhver tryggð vera til staðar meðal viðskiptavina Under Armour og þar geta legið ákveðin tækifæri fyrir vörumerkið.

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27490


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elfa Rós Helgadóttir (2).pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman- kvittun.pdf142.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF