is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27494

Titill: 
 • Getur bætt verklag við gerð kjarasamninga fækkað verkföllum og komið í veg fyrir tjón vegna þeirra?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Verkföll á Íslandi eru nokkuð tíð og þá sérstaklega á opinbera vinnumarkaðnum. Það er því sérlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins, þ.e. þeir aðilar sem ábyrgð bera á því að koma á kjarasamningum búi við vinnulöggjöf og reglur og temji sér verklag sem eykur líkur á því að samningar náist með friðsamlegum hætti án þess að til verkfalls komi. Viðfangsefnið í þessari ritgerð er að fjalla um hvort hægt sé að draga úr verkfallstíðni og minnka tjón vegna verkfalla með því að bæta eða breyta vinnulagi við gerð kjarasamninga og hvort skynsamlegt geti verið að breyta eða samræma þær reglur sem gilda um verkföll á almennum og opinberum markaði. Rannsóknarspurningin sem leitað var svara við hljóðar svo:
  Er hægt að draga úr verkfallstíðni og minnka tjón vegna verkfalla með því að bæta vinnulag í upphafi kjarasamningsferlis og breyta og samræma þær reglur sem gilda um verkföll á almennum og opinberum markaði?
  Svara við rannsóknarspurningunni var leitað með þrennum hætti. Í fyrsta lagi var á fræðilegan hátt fjallað um íslenska vinnumarkaðinn, aðila vinnurmarkaðarins og samskipti þeirra, vinnulöggjöfina og þá sérstaklega þær reglur sem gilda um viðræðuáætlun og verkföll á almennum og opinberum markaði. Auk þess var gerð grein fyrir Salek samkomulaginu og helstu einkennum vinnumarkaða á hinum Norðurlöndunum. Í öðru lagi var rýnt í þrjár langvinnar og erfiðar kjaradeilur sem áttu sér stað hér á landi á árunum frá 2004 til 2016. Í þriðja lagi var framkvæmd skrifleg spurningakönnun um rannsóknarefnið og í hana voru valdir þátttakendur sem allir áttu það sameiginlegt að búa yfir áralangri reynslu af því að taka þátt í kjarasamningsgerð. Þátttakendur voru með ólíka aðkomu að samningsgerðinni og komu úr röðum stéttarfélaga á almenna og opinbera vinnumarkaðnum sem og úr röðum vinnuveitenda.
  Helstu niðurstöður voru þær að ákvæði um viðræðuáætlun væri ekki að virka eitt og sér og til þess að fá það til að virka eins og til væri ætlast þyrfti að auka aga og fagmennsku hjá viðsemjendum. Til bóta væri í þessu efni að fá ríkissáttasemjara meiri völd og virkja hann strax frá upphafi auk þess sem nauðsyn væri á því að koma á fót úrræði til þess að aðilar væru strax í upphafi með alhliða upplýsingar sem tækju til launa, launaþróunar, efnahagsmála, peningamála, verðlags o.s.frv. og sem nytu fulls trausts beggja aðila. Auk þessa væri til bóta að veita ríkissáttasemjara heimild til að fresta verkföllum og að lögfesta frestunarheimild á verkföllum á opinbera vinnumarkaðnum. Jafnframt þyrfu stéttarfélög á opinbera markaðnum að skipuleggja sig betur og samræma betur kröfur sínar og gildistíma kjarasamninga. Að lokum var bent á að mjög væri til bóta að samningsaðilar hittust og ræddu saman á friðarskyldutíma og þá sérstakega þegar um stéttir væri að ræða sem líklegar væru til verkfalla eða reikna mætti með miklu tjóni ef til verkfalla þeirra kæmi.

Samþykkt: 
 • 11.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27494


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf433.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing vegna ritgerdar.JPG541.55 kBLokaðurYfirlýsingJPG