is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27495

Titill: 
  • Val á talsmanni: Ferli íslenskra fyrirtækja í vali sínu á talsmanni í kynningarskyni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flestir geta tengt við það að hafa keypt vöru eða þjónustu af því að einhver mælti með henni. Krakkar vilja ákveðna fótboltaskó vegna þess að Ronaldo spilar í þannig skóm. Fólk kaupir ákveðnar hreinlætisvörur af því að það sá þær á Snapchat eða menn vilja eignast Omega úr vegna þess að James Bond velur það vörumerki. Val á talsmanni getur skipt sköpum þegar kemur að kaupferli neytanda og þess vegna er mikilvægt að vanda valið.
    Markmið þessa verkefnis var að rannsaka val íslenskra fyrirtækja á talsmönnum í kynningarskyni þar sem helstu líkön um val á talsmönnum voru borin saman við upplifun viðmælenda. Framkvæmd var eigindleg könnun þar sem gögnum var safnað með viðtölum við 6 einstaklinga sem sjá um val á talsmönnum hjá sínu fyrirtæki.
    Niðurstöður verkefnisins sýndu að viðmælendur virtust vera meðvitaðir um helstu hugtök sem nefnd eru í líkönum um val á talsmanni eins og trúverðugleika og ímynd. Hins vegar var ósamræmi milli viðmælenda og helstu hugtaka í líkaninu um tilfærslu meiningar og þegar kemur að hugrenningatengslum. Verkefnið hefur fyrst og fremst hagnýtt gildi fyrir fyrirtæki sem eru að íhuga hvernig best sé að hátta vali sínu á talsmanni. Flest fyrirtæki notast við talsmenn í einhverri mynd en eru misjafnlega vel upplýst um þau fræði sem liggja að baki.

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27495


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Val á talsmanni - Lokaskil skemman.pdf868.96 kBLokaður til...01.05.2025HeildartextiPDF
14945127075791381875892.jpg3.72 MBLokaðurYfirlýsingJPG