is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/275

Titill: 
  • Við verðum að velja og hafna : upplifun skólahjúkrunarfræðinga af hlutverki sínu í úrvinnslu tilfinningalegra þátta hjá unglingum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í starf skólahjúkrunarfræðinga, og kanna með hvaða hætti þeir upplifa hlutverk sitt í úrvinnslu tilfinningalegra þátta hjá unglingum. Tilgangur rannsóknarinnar var einnig að kanna með hvaða hætti þeir taka þátt í úrvinnslu þessara þátta, þar sem jákvæðir og neikvæðir þættir eru skoðaðir, og hvaða úrræði væru hugsanlega fyrir hendi til að bæta þjónustu við þá unglinga sem á hjálp þurfa að halda við úrlausnir tilfinningalegra vandamála.
    Við völdum að nota eigindlega reynslubundna rannsóknaraðferð við þessa rannsókn. Hún telst til fyrirbærafræði og er lýsing á innri og ytri reynslu. Við gerð rannsóknarinnar var stuðst við Vancouver skólann í fyrirbærafræði. Tekin voru djúp viðtöl við 5 starfandi skólahjúkrunarfræðinga í Reykjavík og síðan unnið úr þeim samkvæmt 12 þrepa kerfi Vancouver skólans til túlkunar á niðurstöðum. Þeir voru valdir með tilliti til þess að fá svolítið breitt úrtak, á mismunandi aldri, með mismikinn starfsaldur og í misjöfnum skólum, svokallað tilgangsúrtak. Rannsóknarspurningin hljóðar svo: „ Hver er upplifun skólahjúkrunarfræðinga af hlutverki sínu í úrvinnslu tilfinningalegra þátta hjá unglingum“.
    Yfirheiti rannsóknarinnar vísar til niðurstaðna hennar, sem er að skólahjúkrunarfræðingar hafa mjög greiðan og dýrmætan aðgang að unglingum og unglingarnir treysta skólahjúkrunarfræðingnum. Hins vegar er tímaskortur hinn rauði þráður út í gegn, það er ekki nægur tími til að inna það starf af hendi sem er lögbundið og því enn síður til að vinna að einhverju aukalega. Það vantar aukin stöðugildi og meiri tíma til að sinna því sem þarf að sinna en þeir eru jafnframt mjög ánægðir í starfi. Rannsókn sem þessi getur nýst við að meta þörfina á skólahjúkrun í grunnskólum og getur nýst sem mörgum, jafnt innan sem utan heilbrigðiskerfisins.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/275


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
velja.pdf527.17 kBTakmarkaðurVið verðum að velja og hafna - heildPDF
velja-e.pdf121.68 kBOpinnVið verðum að velja og hafna - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
velja-h.pdf158.87 kBOpinnVið verðum að velja og hafna - heimildaskráPDFSkoða/Opna
velja-u.pdf120.81 kBOpinnVið verðum að velja og hafna - útdrátturPDFSkoða/Opna