is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27500

Titill: 
  • Eignastýring íslensku lífeyrissjóðanna: Samband megindlegra og eigindlegra greininga sem grundvöllur ákvarðana
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er eignastýring íslensku lífeyrissjóðanna og er sjónum beint að notkun megindlegra og eigindlegra greininga sem grundvöllur ákvarðana. Erfitt er að taka tillit til þróunar undirliggjandi óvissu og verðleggja hana með viðeigandi hætti í eignastýringu með beitingu hefðbundinna áhættumælikvarða og matsaðferða sem byggja á forsendum hins skilvirka fjármálamarkaðs. Manneskjan sjálf getur einnig verið áhættuþáttur. Hugsanaskekkjur á borð við staðfestingarhyggju geta leitt til bjögunar í ákvörðunum þeirra sem stýra eignasöfnum. Einnig getur umboðsvandi verið til staðar, að eignastýringaraðilinn taki ákvörðun sem er góð fyrir hann en ekki skynsöm fyrir lífeyrisþega. Við ákvarðanatöku þarf vegna þessa einnig að taka tillit til eigindlegra áhættuþátta. Á þetta ekki síst við fjárfestinga- og eignastýringarákvarðanir hér á landi vegna hættu á bjögun í verðmyndun á innlendum verðbréfamarkaði vegna hlutfallslegrar stærðar íslensku lífeyrissjóðanna.
    Í ritgerðinni er fjallað um fjármálakenningar og matsaðferðir sem hefðbundin eignastýring byggir á, sem eru megindlegar í eðli sínu. Í framhaldi af því er svo fjallað um viðfangsefni atferlisfjármálafræða og einnig um eigindlega áhættuþætti í því sambandi. Að lokum er fjallað um ný alþjóðleg viðmið er varða ákvarðanatökuferla um eigna- og áhættustýringu þar sem áhersla er lögð á samspil eigindlegra og megindlegra áhættugreininga og áhersla lögð á aðkomu óháðra stjórnarmanna.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er að við stefnumótun í eignastýringu íslenskra lífeyrissjóða sé mikilvægt að leggja áherslu á eigindlegar greiningar óvissuþátta og aðkomu óháðra stjórnarmanna, í samræmi við alþjóðlega þróun á þessu sviði.

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27500


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skil á ritgerð.pdf654.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF