is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27501

Titill: 
  • „Það erfiðasta í starfi stjórnanda er að glíma við fólk, því fólk er ólíkt og allskonar“: Mat reyndra stjórnenda á því hvaða eiginleikum stjórnendur þurfa að búa yfir
  • Titill er á ensku The hardest part of being a manager are the interactions with people, because people are different and the diversity is endless
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umræðan um leiðtoga hefur verið hávær í fræðiheimunum síðustu ár en umræðan um stjórnendur hefur orðið útundan þrátt fyrir að það sé mjög áhrifamikill hópur í atvinnulífinu sem og samfélaginu öllu. Á síðustu áratugum hefur í auknum mæli verið farið að veita eiginleikum og persónuleikaeinkennum einstaklinga athygli og hefur það opnað augu manna fyrir því hversu fjölbreyttir einstaklingar eru. Í þessari rannsókn var leitast við að svara því hvaða eiginleikum reyndum stjórnendum finnst að stjórnendur þurfi að búa yfir. Viðtöl voru tekin við 11 einstaklinga sem allir eru starfandi stjórnendur í dag og búa yfir yfirgripsmikilli reynslu úr atvinnulífinu. Einnig var megindleg nálgun notuð þar sem viðmælendur voru beðnir um að svara þremur spurningarlistum. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að ákjósanlegast er að stjórnendur búi yfir leiðtogahæfileikum en það er ekki alltaf þannig. Þeir eiginleikar sem reyndir stjórnendur telja að stjórnendur þurfi að búa yfir eru: Traust til athafna, framtíðarsýn, áhugi og að vera opinn fyrir nýjungum, þora að taka ákvarðanir, hafa kjark til að vera með rétta fólkið í kringum sig, úthald og vera mannlegur. Áður en viðmælendur hófu störf sem stjórnendur hefðu þeir viljað vita hversu gríðarlega stóran þátt mannleg samskipti leika í starfi stjórnanda og hversu snúin og erfið þau geta verið á köflum. Viðmælendur voru sammála um það að hlutverk stjórnanda er að láta hlutina gerast, láta þá gerast í gegnum aðra.

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IMG_0918.JPG60.17 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Meistararitgerd%20Iris%20Hrannardottir.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna