is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27502

Titill: 
 • Mismunur á rekstri og umgjörð karla og kvenna í knattspyrnu með tilliti til jafnréttisstefnu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Mikil umræða hefur verið um meint misrétti á milli kvenna og karla í íþróttum og sérstaklega hefur umræðan verið hávær í kringum knattspyrnu. Þá vakti karlalandslið Íslands mikla athygli þegar þeir fóru á sitt fyrsta stórmót í knattspyrnu og mikil umræða skapaðist í kringum þá. Þá var umgjörð þeirra allt önnur en þegar kvennalið Íslands komust í fyrsta skipti á stórmót í knattspyrnu.
  Markmið rannsóknarinnar var að öðlast dýpri skilning á muninum milli kvenna- og karlaknattspyrnu, hvort mismunun ætti sér stað á milli kynjanna og hvort leikmenn upplifðu sjálfir einhvern mun. Einnig ef svo væri í hverju munurinn á kynjunum væri fólginn og hvort auðvelt sé að koma í veg fyrir þennan mun. Þá var rekstur og umgjörð í kringum leiki og æfingar kynjanna skoðuð og einnig jafnréttisstefna Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) og félaganna átta sem hafa bæði karla- og kvennalið í efstu deild knattspyrnu á Íslandi. Hér er lagt upp með að svara rannsóknarspurningum sem lagðar voru fyrir í upphafi ritgerðar en aðalrannsóknarspurningin er „Hver er munurinn á rekstri og umgjörð karla og kvenna í knattspyrnu á Íslandi?” Undirspurningarnar eru tvær og eru þær „Mismuna knattspyrnufélög konum og körlum?” og „Er fjárframlag félaganna í takt við jafnréttisstefnur þeirra?”
  Framkvæmd rannsóknar var gerð með megindlegri rannsókn, netkönnun sem var hönnuð af höfundi og send á leikmenn liðanna. Að lokinni rannsókn voru gögn greind og unnið úr tölfræði upplýsingum.
  Helstu niðurstöður sýna að félög mismuna konum og körlum og að það sé munur á rekstri og umgjörð karla og kvenna miðað við þau lið sem rannsóknin var framkvæmd á. Svarhlutföll kvenna voru mun líkari og nánast allar konur voru sammála um hvert atriði sem spurt var um á meðan svarhlutföll karla voru dreifðari. Þátttakendur voru sammála um að karlmenn fái meiri umfjöllun í fjölmiðlum og að umgjörð í kringum karlaleiki sé betri. Þá sést að meiri peningar eru í spilunum hjá körlunum en flestir þátttakendur fá greiðslur fyrir að iðka knattspyrnu, en þó var mikill munur á meðallaunum kynjanna. Af þessu má álykta að mismunað er eftir kyni í knattspyrnu á Íslandi.

Samþykkt: 
 • 11.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27502


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Sif Magnúsdóttir - lokaskil .pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
18448038_10212902287851239_12150759_n.jpg65.53 kBLokaðurYfirlýsingJPG