is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27504

Titill: 
  • Fjármögnun íslensku viðskiptabankanna fyrir og eftir hrun: Áhrif einkavæðingar og aukins aðgangs að erlendum fjármagnsmörkuðum á fjármögnun íslensku bankanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er reynt að varpa ljósi á hvernig fjármögnun íslensku viðskiptabankanna, Landsbankans, Glitnis/Íslandsbanka, Kaupþings/Arion banka, breyttist eftir einkavæðingu þeirra og fram að fjármálakrísunni 2008. Einnig er reynt að sýna fram á hvernig fjármögnun bankanna breyttist eftir bankahrunið og hvernig fjármögnunin lítur út í dag. Farið verður yfir hvaða áhrif einkavæðing bankanna hafði, þá samruna sem áttu sér stað í kjölfar einkavæðingarinnar og hvaða áhrif bætt lánshæfismat hafði á stöðu og vöxt íslensku bankanna. Farið er yfir skuldabréfaútgáfu bankanna á árunum fyrir hrun og þann vöxt sem átti sér stað hjá þeim með aukinni lántöku og yfirtökum á erlendum félögum. Greindir eru ársreikningar og ársskýrslur bankanna og farið yfir breytingar á innlánum og lántöku þegar bankarnir fengu aukinn aðgang að alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum. Bankahrunið á Íslandi hafði mikil áhrif á viðskiptalífið og almenning í landinu og í kjölfarið var lögum breytt og allt regluverk í kringum starfsemi bankanna hert verulega til að koma í veg fyrir að slíkt gæti endurtekið sig. Farið er yfir tölur frá 2009, 2011, 2013 og 2015 til þess að fá heildarmynd yfir breytta fjármögnun bankanna í kjölfar hrunsins.
    Tilgangur ritgerðarinnar er að sjá hvort sýnilegur munur sé á fjármögnun íslensku bankanna fyrir og eftir hrun. Niðurstöðurnar benda til mikilla breytinga á fjármögnun þeirra. Skipting gömlu íslensku bankanna í tvennt þ.e. innlendan og erlendan hluta á grundvelli ákvæða neyðarlaganna leiddi til þess að fjármögnun þeirra gjörbreyttist í kjölfarið. Sem dæmi má nefna voru innlán bankanna að meðaltali 40% af fjármögnun þeirra á árinu 2007 en á árinu 2015 voru innlán 70% af fjármögnun þeirra að meðaltali. Ástæðum þess að fjármögnunin hefur breyst með þessum hætti er reynt að svara hér á eftir.

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27504


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf199.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BS ritgerð Lokaskil.pdf996.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna