Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27505
Í þessari rannsókn er skoðað hvað einkennir árangursríka persónulega markaðssetningu. Það er fremur stutt síðan nýtt hugtak kom fram á sjónarsvið vörumerkjafræðinnar um að allir væru vörumerki. Nú hafa verið gefnar út margar bækur og greinar um einkenni persónulegs vörumerkis og hugtakið skoðað af helstu fræðimönnum vörumerkja og markaðsfræðinnar. Helstu kenningar um vörumerkjafræði hafa verið færðar yfir á einstaklinga þar sem helst er skoðað vörumerkjavirði, samvalsöluráð, miðlunar aðferðir, staðsetning og fleira. Einnig hefur verið sett upp svokölluð markaðsáætlun og uppbygging persónulegs vörumerkis eins og verið sé að markaðsetja eða búa til nýja vöru. Í fræðilega kaflanum er farið yfir helstu hugtök markaðsfræðinnar, vörumerkjafræðinnar og hvernig byggja skal upp og miðla persónulegu vörumerki sínu. Einnig er skoðuð ný miðlunarleið þar sem farið er yfir sögu og helstu eiginleika samfélagsmiðla og hvar og hvernig skal nota þá. Notast var við megindlega rannsókn í formi spurningakönnunar sem send var út til fólks í þægindarúrtaki. Spurningarkönnuninni var deilt á samfélagsmiðlinum Facebook og innihélt hún 14 spurningar sem beindust að einkennum persónulegrar markaðsetningar og samfélagsmiðlum auk bakgrunnbreytanna aldur, kyn og menntun. Helstu niðurstöður voru þær að fólk hugsar lítið út í það að þau sjálf séu vörumerki og hvað ímynd einstaklinga er mikilvæg í þeim tilgangi að fólk veiti því athygli. Einnig kom í ljós hvað samfélagsmiðlar eru orðnir stór hluti af daglegu lífi fólks og töldu lang flestir, óháð aldri samfélagsmiðlanna vera áhrifaríkastu leiðina til þess að ná til fólks.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Stefán Víðir Ólafsson lokaloka.pdf | 1.01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
[Untitled].pdf | 25.57 kB | Lokaður | Yfirlýsing |