is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27506

Titill: 
  • Samfélagsmiðillinn Snapchat: Hefur umfjöllun þekktra einstaklinga á Snapchat áhrif á neytendur?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar var að rannsaka hvort umfjöllun þekktra einstaklinga á samfélagsmiðlnum Snapchat hafi áhrif á neytendur. Viðurkennt hefur verið af fræðimönnum að til séu áhrifavaldar sem hafi áhrif á neytendur. Með komu samfélagsmiðla hefur markaðssetning fyrirtækja breyst á þann veg að þeir nota áhrifavalda á samfélagsmiðlum til þess að kynna vöru sína og þjónustu.
    Megindleg rannsókn var lögð fram þar sem notast var við rafrænan spurningalista. Spurningalistinn var settur fram á Facebook og notast var við 392 svör þátttakenda við rannsóknina. Kannað var álit neytenda á umfjöllun um vöru og þjónustu þekktra einstaklinga á Snapchat. Helst var kannað hvort að umfjöllun þekktra einstaklinga myndi hafa áhrif á fylgjendur þeirra með þeim hætti að þeir væru líklegri til að kaupa þá vöru og þjónustu sem fjallað var um.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu það í ljós að umtal þekktra einstaklinga á Snapchat hefur áhrif á fylgjendur þeirra. Þeir sem fylgja þekktum einstaklingum finna fyrir áhrifum af ummælum á vöru og þjónustu. Af niðurstöðunum má sjá að ummæli þekktra einstaklinga hafði meiri áhrif á þátttakendur heldur en auglýsingar á öðrum miðlum. Það gefur til kynna að þátttakendur eru líklegri til þess að kaupa vöru og þjónustu sem fengið hefur góð ummæli þekkts einstaklings sem þeir fylgja á Snapchat.

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27506


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samfélagsmiðilinn Snapchat - Lokaskil.pdf951.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf151.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF