is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27509

Titill: 
  • Snyrtivörur sem hafa ekki verið prófaðar á dýrum: Hver er skýringamáttur viðhorfs, persónulegs viðmiðs og greiðsluvilja til kaupáforms?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Undanfarin misseri hefur skapast mikil umræða um velferð dýra og hvort það sé í raun enn nauðsynlegt að prófa snyrtivörur á dýrum. Mikið er til orðið af „cruelty free“ snyrtivörumerkjum og hafa neytendur því val hvort þeir styðji við snyrtivörur sem prófa á dýrum eða sniðgangi þær. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort það hafi áhrif á kaupáform á snyrtivörum að þær séu ekki prófaðar á dýrum, út frá kenningu Ajzen og Fisbein um röksamlegar athafnir. Sú kenning byggir á tveimur áhrifaþáttum; viðhorfi til hegðunar og huglægu mati á venjum. Við þessa rannsókn var sú kenning notuð en henni var smávægilega breytt og hún aðlöguð út frá fyrri rannsóknum. Þeir þættir sem notaðir voru í þessari rannsókn eru viðhorf, persónulegt viðmið og greiðsluvilji og var kannað hvort þeir þættir gætu skýrt kaupáform þegar kemur að kaupum á snyrtivörum sem prófa ekki á dýrum. Við gagnaöflun var notast við rafrænt hentugleika- og snjóboltaúrtak. Alls voru þátttakendur í rannsókninni 453.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að viðhorf, persónulegt viðmið og greiðsluvilji spái að miklu leyti fyrir um breytileika áforma neytenda til þess að kaupa snyrtivörur sem prófa ekki á dýrum. Eins sýna lýsandi niðurstöður fullyrðinganna okkur það að prófanir á dýrum skiptir svarendur máli. Þeir eru frekar tilbúnir að kaupa snyrtivörur sem prófa ekki á dýrum. Þessa rannsókn geta fyrirtæki nýtt sér til þess að sýna að það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að geta sýnt fram á hvort vörur þeirra séu ekki prófaðar á dýrum. Fyrirtæki geta með merkingum og auglýsingum sýnt að vörur þeirra séu ekki prófaðar á dýrum. Því það kom í ljós að það hefur áhrif á kaupáform hvort þær séu ekki prófaðar á dýrum. Eins sýna niðurstöður rannsóknar að fyrirtæki ættu að skoða þessa þætti betur sem eru viðhorf, persónulegt viðmið og greiðsluvilji og einblína á þá til þess að ná betur til neytenda. Snyrtivörufyrirtæki ættu því að markaðssetja vöruna sína í kringum persónuleg viðmið og viðhorf neytenda en ekki eingöngu virkni þeirra. Þannig gætu fyrirtækin náð betur til þeirra sem hafa miklar skoðanir á því hvort snyrtivörur séu prófaðar á dýrum eða ekki.

Samþykkt: 
  • 12.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27509


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð- lokaeintak.pdf923.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_HGÞ.pdf15.68 kBLokaðurYfirlýsingPDF