is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27512

Titill: 
  • Áhrif internets og samfélagsmiðla á lýðræðisþróun í Kína
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Internetið og samfélagsmiðlar hafa breytt heiminum sem við lifum í. Áhrifin sem þessi tækni hefur á mismunandi lönd heimsins eiga enn eftir að koma betur í ljós. Í sumum löndum er mikill hagvöxtur ár eftir ár en í öðrum löndum er hann miklu minni. Fræðimenn vita ástæðuna fyrir þessu en þeir vita ekki hvernig fátæk lönd geta komist á þá braut sem leiðir til langvarandi hagvaxtar. Er hugsanlegt að samfélagsmiðlar geti átt einhvern þátt í þeirri þróun, ef þeir eru tiltölulega sjálfstæðir?
    Í fyrsta kafla er efnið kynnt og rannsóknarspurning mótuð. Í öðrum kafla er fjallað um kenningar sem útskýra ólíkan efnahagslegan árangur mismunandi landa. Í þriðja kafla er fjallað um áhrif internets og samfélagsmiðla á lýðræðisþróun og fjölmiðlafrelsi. Áður var talið að helsta markmið valdboðsstjórnvalda væri að koma í veg fyrir gagnrýni en nýrri kenningar kveða á um að hófleg gagnrýni hjálpi valdboðsstjórnvöldum. Í fjórða kafla eru kenningarnar úr þriðja kafla nýttar til þess að fjalla um samskiptamiðlastjórn- unarkerfið í Kína. Kína er valdboðsríki þar sem internetútbreiðsla hefur verið hröð og kínversk stjórnvöld hafa komið á fót samskiptamiðlastjórn- unarkerfi sem er eitt sinnar tegundar í heiminum. Hentar Kína því vel sem raundæmi. Í fimmta kafla eru helstu niðurstöður ritgerðarinnar kynntar og hugmyndir um mögulega lýðræðisþróun í Kína ræddar.

Samþykkt: 
  • 12.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27512


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing_um_medferd_verkefnis.pdf280.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BSritgerð_lokaÁG.pdf782.99 kBLokaður til...10.05.2060HeildartextiPDF