is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27513

Titill: 
 • Mótun skilaboða í ferðaþjónustu: Með tilliti til tíma og túlkunar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvaða sjónarhorn eigi að draga fram með
  tilliti til tíma þegar myndræn skilaboð eru mótuð sem kynningarefni fyrir áfangastaði.
  Þetta er skoðað út frá því hvort tímaleg fjarlægð hafi áhrif á túlkun skilaboða hjá fólki
  þegar kemur að vali á áfangastað að því leyti að óhlutbundin (e. abstract) skilaboð (t.d. einföld, heildarmynd) hafi meiri áhrif þegar ferð mun eiga sér stað í fjarlægri framtíð og hlutstæð (e. concrete) skilaboð (t.d. margþætt, áhersla á smáatriði) þegar ferð er í nálægri framtíð. Rannsóknin er byggð á túlkunarstigs kenningunni sem er viðfangsefni innan félagslegar sálfræði sem fjallar um tengsl milli sálfræðilegrar fjarlægðar og þess hvernig við hugsum um og túlkum veruleikann.
  Rannsóknin er megindleg þar sem markmiðið var að skoða orsakasamhengi. Rannsóknarsniðið er tilraunasnið og það var notast við tvö myndræn skilaboð af áfangastöðum (ein hlutstæð og ein óhlutbundin) sem lögð voru fyrir þáttakendur en þeir fengu þá sviðsmynd að vera að fara í utanlandsferð eftir eina viku annarsvegar eða eitt ár hinsvegar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þann veg að tímaþátturinn (sviðsmyndin) hafði áhrif á það hvaða áfangastað fólk valdi. Því má draga þá ályktun að þegar myndræn skilaboð eru hönnuð með það í huga að ferð verði farin í fjarlægri framtíð, þá eigi sjónhornið að vera með fókus á meginatriði, einfaldleika, að skilaboðin séu samhangandi og að möguleikarnir séu margir. Styður þetta túlkunarstigs kenninguna í sambandi við sálfræðilega fjarlægð.
  Lykilorð: Mótun skilaboða, áfangastaðir, túlkunarstigs kenningin, sálfræðileg fjarlægð.

Samþykkt: 
 • 12.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27513


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Peter Kristoffer Sigfússon.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_Peter_Kristoffer_Sigfússon.pdf108.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF