is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27515

Titill: 
  • Deilihagkerfi: Atvinnusköpun framtíðarinnar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Erfitt er sjá fyrir sér hvernig vinnumarkaðurinn komi til með að þróast í náinni framtíð, en víst er að ‚deilihagkerfið‘ svokallaða (e. sharing economy) mun halda áfram að stækka og setja sinn svip á vinnumarkaðinn. Ljóst er að tilkoma Airbnb og aukinn ferðamannastraumur hefur sett svip sinn á þjóðlíf, húsnæðis- og leigumarkaðinn og spilað stórt hlutverk í að ráða við ferðamannastrauminn sem hefur stækkað svo um munar á síðustu árum hér á landi. Ráðist var í rannsókn þar sem sex aðilar er stunda skammtímaleigu til ferðamanna voru teknir tali og sögðu sínar skoðanir á hinum ýmsu málefnum er varða Airbnb og deilihagkerfið. Ljóst er að þær aukatekjur sem hlotist hafa af heimagistingunni með hjálp Airbnb hafa hjálpað mörgum að komast af eftir bágt efnahagsástand á Íslandi og jafnvel orðið til þess að sumir misstu einfaldlega ekki húsnæði sín. Farið er yfir hugsanlegar breytingar á vinnumarkaði framtíðar og stiklað á stóru um mikilvægi þess að auka tækniþekkingu og færni í takt við aukningu stafrænnar framleiðslu og tilfærslu frá einföldum láglaunastörfum. Deilihagkerfið hefur reynst mörgum vel og á sérstaklega vel við á þessum tímum sem við lifum við, það hefur stuðlað að betri nýtingu veraldlegra hluta og minni sóun í neyslusamfélagi heimsins. Líklegt er að tækniþróunin haldi áfram að hjálpa eistaklingum að koma sér á framfæri og haldi áfram að skapa tækifæri fyrir fólk til að vinna sjálfstætt í beinni tengingu við tilvonandi viðskiptavini.

Samþykkt: 
  • 12.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27515


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Deilihagkerfi.pdf649.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan 11 May, 16-37 (1).pdf389.39 kBLokaðurPDF