is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27517

Titill: 
  • Árangurstengd laun: Ytri hvatning í tengslum við starfsánægju
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ýmsir hvatar hafa áhrif á líðan okkar og vinnuhegðun í starfi. Oftast eru hvatningu skipt í innri og ytri hvata. Árangurstengd laun eru flokkuð í ytri hvati. Árangurstengd laun snúast um það að því meira sem sölufólk selur, því hærri laun fá þeir. Meðvitund stjórnenda um mikilvægi starfsánægju og hversu þýðingarmikið það er fyrir árangur skipulagsheilda hefur aukist síðastliðin ár. Áhrifaþættir starfsánægju eru margir og ytri og innri hvatar spila þar stórt hlutverk. Það má segja að starfsánægja sé sambland af persónuleika fólks og starfstengdum breytum. Rannsókn þessi fjallar um árangurstengdar launagreiðslur og tengsl ytri hvata við starfsánægju.
    Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig tryggingasöluráðgjafar upplifa árangurstengdar launagreiðslur og hvaða áhrif þær hafa í tengslum við starfsánægju. Lagðar eru fram tvær rannsóknarspurningar: Hvernig hafa árangurstengd laun áhrif á hvatningu og starfsánægju? Hver eru viðhorf til árangurstengdra launa? Rannsakandi gerði eigindlega rannsókn og svaraði spurningunum með fræðilegri umfjöllun.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru í megin atriðum í samræmi við aðrar sambærilegar rannsóknir. Rannsóknin sýnir að helsti hvati tryggingarsöluráðgjafa eru peningar. Árangurstengingin veitir þeim hvatningu sem leiðir til betri frammistöðu og heildarárangurs og það tengist starfsánægju þeirra. Sveigjanleikinn sem fylgir starfinu hefur mikil og jákvæð áhrif á starfsánægju. Einn af helstu neikvæðu þáttunum í tengslum við árangurstenginguna er starfsóöryggi. Rannsóknin varpar einnig ljósi á viðhorf til árangurstengingar launa. Rannsókn þessi getur nýst stjórnendum skipulagsheilda sem eru með árangurstengt launakerfi til að vega og meta hvaða hvatning virkar best til að auka starfsánægju. Rannsóknin leggur grunn að frekari rannsóknum á árangurstengingu launa fólks í öðrum starfsgreinum.

Samþykkt: 
  • 12.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27517


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS Ritgerð 2017.RETT.AH.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing. AH.pdf21.92 kBLokaðurPDF