is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27518

Titill: 
  • Vaxtarverkir á gamals aldri: Áhrif lífeyriseigna á vaxtarófið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Skipulag lífeyrismála hefur tekið töluverðum breytingum víðsvegar á Vesturlöndum á undanförnum áratugum. Lýðfræðilegar breytingar hafa orðið til þess að margar þjóðir eru hættar að reiða sig eingöngu á opinber millifærslukerfi sem nefnd hafa verið gegnumstreymiskerfi. Í stað hinna opinberu millifærslukerfa eða til viðbótar þeim hafa þjóðir í auknum mæli reitt sig á kerfi sjóðsöfnunar eða lífeyrissjóða eins og þeir eru þekktir í daglegu tali. Ritgerð þessari er ætlað að kanna hvort og með hvaða hætti aukin áhersla á lífeyrissparnað hefur áhrif á vaxtarófið. Fræðileg umfjöllun bendir til þess að aukinn lífeyrissparnaður leiði til minni halla vaxtarófsins. Í ritgerðinni er farið yfir niðurstöður línulegrar aðhvarfsgreiningar þar sem vaxtamunur 10 ára og 3ja mánaða ríkisskuldabréfa á tímabilinu 2005–2015, er notaður sem líking fyrir halla vaxtarófsins annars vegar í 15 OECD löndum en hins vegar í 16 OECD löndum. Niðurstöðurnar eru óafgerandi fyrir 15 landa úrtakið. Í 16 landa úrtakinu eru niðurstöðurnar þær að á tímabilinu hafi vaxtamunur verið minni í þeim löndum sem safnað hafa miklum innlendum lífeyriseignum. Rannsóknin bendir því til þess að seljanleikaálag vaxtarófsins standi í neikvæðu hlutfalli við stærð uppsöfnunarkerfa. Niðurstöðurnar kalla á frekari rannsóknir og gagnaöflun alþjóðlegra stofnana. Reynist þær réttar getur aukinn lífeyrissparnaður haft skaðleg áhrif við mat á fýsileika fjárfestingarverkefna sökum lágra langtímavaxta. Alþjóðleg áhættudreifing og erlend fjárfesting í gegnum opin viðskipti er besta leiðin til þess að lágmarka áhættu af skaðlegum áhrifum lífeyrissparnaðar á langtímavaxtastig.

Samþykkt: 
  • 12.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27518


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA RITGERÐ Ísak Rúnarsson FINAL.pdf3.15 MBLokaður til...12.05.2021HeildartextiPDF
Lokaverkefni yfirlysing um meðferð .pdf254.51 kBLokaðurPDF