is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27522

Titill: 
 • Forspárgildi hækkunar á mótefnum gegn tvístranda DNA fyrir versnunarkast í rauðum úlfum: Safngreining
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið: Mótefni gegn tvístranda DNA (anti-dsDNA) hafa ótvírætt gildi við staðfestingu greiningar á rauðum úlfum (Systemic Lupus Erythematosus (SLE)) en forspárgildi þeirra fyrir sjúkdómsversnun er óljóst. Markmið þessa verkefnis eru að finna forspárgildi hækkunar anti-dsDNA mótefna á versnunarkast í SLE með safngreiningu á birtum rannsóknum.
  Aðferðir: Gerð var leit í MEDLINE gagnagrunninum. Inntökuskilmerki voru reiknanleiki næmis og sértækis hækkunar anti-dsDNA fyrir versnunarkast í SLE. Fyrir hverja grein var reiknað jákvætt- og neikvætt líkindahlutfall og notað tölfræðimódel með slembnum þáttum (random effects model) til að reikna samantektargildi með 95% öryggismörkum. Stærðin I2, sem tekur gildi milli 0 og 1, var reiknuð til að meta hve stór hluti heildarbreytileika safngreiningar var vegna misleitni (heterogeneity). Áhrif birtingarárs, birtingarmynd sjúkdóms og anti-dsDNA mæliaðferða voru metin með safn- aðhvarfsgreiningu. Egger's próf var notað til að meta hvort niðurstöður safngreiningarinnar væru undir áhrifum birtingarskekkju (publication bias) og miðað við að p<0.05 staðfesti birtingarskekkju.
  Niðurstöður: Níu rannsóknir, með 922 sjúklingum, frá 1982-2014 uppfylltu inntökuskilmerki. Hækkun á anti-dsDNA varð hjá 249 og 243 fengu sjúkdómsversnun. Samantektargildi fyrir jákvætt líkindahlutfall var 5.22 (95% CI 2.38-11.44) og 0.44 (95% CI 0.29-0.67) fyrir neikvætt líkindahlutfall. Það var veruleg misleitni á milli greinanna (I2=0.88). Eldri rannsóknir bentu til sterkari tengsla hækkunar á anti-dsDNA við versnun heldur en nýrri. Sjúkdómsþættir eða mæliaðferðir anti-dsDNA höfðu hvorki tengsl við niðurstöður né skýrðu misleitni. Birtingarskekkja reyndist marktæk (p= 0.025)
  Ályktun: Hækkkun á anti-dsDNA hefur væg tengsl við fyrir sjúkdómsversnun í SLE en vegna birtingarskekkju benda samantektargildi líklega til heldur meiri gagnsemi prófsins en það raunverulega hefur.

Samþykkt: 
 • 12.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27522


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Arna Viktorsdóttir - Forspárgildi hækkunar á mótefnum gegn tvístranda DNA fyrir versnunarkast í rauðum úlfum.pdf973.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir skemmu.pdf102.11 kBLokaðurFylgiskjölPDF