Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27524
Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi inn í reynsluheim millistjórnenda Arion
banka. Í þeim tilgangi voru meginviðfangsefni þeirra og aðkoma að stefnumótun
fyrirtækisins skoðuð. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að meginviðfangsefni millistjórnenda eru
mjög fjölbreytt og krefjandi. Hlutverk þeirra hefur breyst undanfarið og þátttaka þeirra í
stefnumótun aukist til muna.
Tekin voru eigindleg viðtöl við fimm millistjórnendur, fjórar konur og einn karl, innan
Arion banka í þeim tilgangi að öðlast skilning á þeirra upplifun á viðfangsefninu.
Niðurstöður benda til þess að viðfangsefni millistjórnenda séu umfangsmikil og flókin.
Í daglegum störfum sínum standa millistjórnendur frammi fyrir margs konar áskorunum
og þar má helst nefna starfsmannamál, ákvarðanatöku og upplýsingamiðlun.
Viðmælendur í rannsókninni eru sammála um að viðamesta viðfangsefnið séu
starfsmannamálin. Niðurstöðurnar gefa jafnframt til kynna að millistjórnendur Arion
banka eru virkir þátttakendur í stefnumótun fyrirtækisins, á beinan eða óbeinan hátt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Millistjórnendur í stefnumótun - Lokaskjal (2).pdf | 677.17 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing skemman Rannveig Gauja.pdf | 71.03 kB | Lokaður | Yfirlýsing |