is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27526

Titill: 
  • Samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fyrst verður sagt frá sögu Keflavíkurflugvallar og starfseminni þar lýst. Því næst fjallað verður um kenningar Michaels Porters um samkeppnishæfni og klasasamstarf. Klasar eru fyrirtæki og stofnanir sem starfa á sama landfræðilega svæðinu í sama geira og starfsemin er áberandi á svæðinu. Samkvæmt kenningum Porters er það samstarfið á milli fyrirtækja sem starfa innan sama sviðs sem getur skapað þjóðum eða ákveðnum landsvæðum samkeppnisforskot. Einnig verður fjallað um kenningar John Kasarda um aerotropolis sem hann lýsir sem borg þar sem flugvöllurinn er í miðjunni. Út frá miðjunni er starfsemi sem styður við flugvöllinn. Efnahagurinn á svæðinu er drifinn áfram að flugvellinum. Næst verður fjallað um skilgreiningu á hugtakinu alþjóðaflugvöllur og hvað einkennir árangursríka flugvallastarfsemi. Skoðuð verður samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar með tilliti til kenninga Porters og Kasarda og niðurstöður rannsókna um árangursríka flugvallastarfsemi. Aðferðarfræðinni í rannsókninni verður lýst en hún fólst í því að taka viðtöl við stjórnendur sem starfa við Keflavíkurflugvöll. Markmið rannsókninnar var að fá fram sjónarmið stjórnenda á stöðu Keflavíkurflugvallar og hvort eitthvað samstarf ætti sér stað. Niðurstöður ritgerðinnar benda til þess að Keflavíkurflugvöllur er að sinna flestum þeim þáttum sem gerir alþjóðaflugvöll samkeppnishæfan. Fjölmörg tækifæri eru til staðar til að styrkja stöðu hans enn frekar með samvinnu ríkis, Keflavíkurflugvallar og flugfélaga og felast í að þessir aðilar myndu vinna að sameiginlegri stefnumótun varðandi framtíðar uppbyggingu vallarins.

Samþykkt: 
  • 12.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27526


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HMH_NYTT.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_20170511_175147.jpg2.76 MBLokaðurYfirlýsingJPG