Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27529
Í þessari ritgerð er vörustjórnun og aðfangakeðjustjórnun tekin til skoðunar. Í ritgerðinni er að finna allar helstu skilgreiningar á þeim hugtökum og fræðum sem að hæst bera og umfjöllum fræðimanna um þau. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að auka þekkingu á aðfangakeðjum og varpa ljósi á þróun innan fræðanna síðustu ár og í náinni framtíð með sérstaka áherslu á hitastýringu og aðfangakeðjur í matvælaiðnaði. Með þetta að leiðarljósi voru settar fram tvær rannsóknarspurningar:
(1) Hvernig hefur þróun verið háttað síðustu ár innan aðfangakeðjustjórnunar?
(2) Hvernig eru hitastýrðar aðfangakeðjur frábrugðnar öðrum aðfangakeðjum?
Þróun innan fræðana er í takt við alþjóðavæðingu í samfélaginu og eru fyrirtæki í síauknum mæli farin að leita út fyrir landamæri til þess að finna það sem að hentar best eða gefur lægstan kostnað. Greining á heimildum leiddi í ljós að upplýsingaflæði í aðfangakeðjum er ábótavant og þegar um kælikeðjur er að ræða eru áhrifin enn meiri. Veikustu hlekkina er að finna neðst í keðjunni hjá smásölum og neytendum og ljóst er að bæta þarf samskipti og gera öllum aðilum keðjunnar ljóst hvar ábyrgð liggur á hverjum tímapunkti.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þróun í aðfangakeðjustjórnun - Lokaskil.pdf | 565,84 kB | Lokaður til...01.01.2100 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing - Lokaritgerð.pdf | 427,57 kB | Lokaður | Yfirlýsing |