en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27531

Title: 
 • Title is in Icelandic Icelandair: Hvernig stýrir flugfélagið Icelandair vörumerki sínu?
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Frá árinu 1979 þegar Flugfélag Íslands og Loftleiðir sameinuðust undir alþjóðlega nafninu Icelandair hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og er nú eitt þekktasta og sterkasta vörumerki Íslands. Flugfélagið hefur staðið af sér alla samkeppni og aðrar ógnir svo sem kreppu, gos í Eyjafjallajökli, gríðarlega lækkun á hlutabréfum félagsins o.fl. Icelandair gengur nú inn í stærsta sumar í sögu flugfélagsins. Áætlað er að farþegar félagsins verði um 4,2 milljónir á árinu 2017 en það er aukning um 450 þúsund farþega frá árinu áður. Mikilvægt er fyrir vörumerki eins og Icelandair að það skapi sér sterka og jákvæða stöðu í huga almennings sérstaklega í vaxandi samkeppnisumhverfi eins og staðan er í dag.
  Í þessari rannsókn var rýnt í vörumerki Icelandair með það að markmiði að skoða hvernig félagið stýrir rótgrónu vörumerki sínu, hvort stjórnendur fyrirtækisins hafi skýra sýn á þá stöðu sem þeir telja vörumerkið hafa á markaði og hvort sú staða endurspeglar þá sýn sem almenningur hefur af vörumerkinu. Í ritgerðinni er sérstaklega litið til fjögurra þátta; vitundar, ímyndar, væntinga og tryggðar farþega Icelandair.
  Í rannsókninni er notuð blönduð rannsóknaraðferð eða eigindleg aðferðarfræði og megindleg aðferðafræði.
  Í eigindlega hluta rannsóknarinnar var tekið viðtal við vörumerkjastjóra Icelandair í því skyni að fá frekari skilning á því hvernig Icelandair stýrir farsælu vörumerki sínu. Þar var spurt hver markhópur félagsins væri og hverjar væru væntingar hans, hvernig markaðssetningu fyrirtækið leggur upp með, samkeppnina og sérstöðu fyrirtækisins, ímynd, tryggð og vitund markhópsins um vörumerkið.
  Í megindlega hluta rannsóknarinnar var lagður spurningalisti þar sem þýðið var skilgreint sem allir sem hafa ferðast með flugi. Könnunin skiptist í fjóra hluta þar sem þátttakendur voru beðnir um að svara spurningum tengdum vitund, ímynd, væntingum og tryggð við flugfélagið.
  Helstu niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að vörumerkið er sterkt í vitund almennings. Þá voru þátttakendur almennt jákvæðir gagnvart vörumerki Icelandair og tengdu við það ímyndarþætti á borð við gæði, stundvísi, þægindi og öryggi. Einnig kom í ljós að um 92% þáttakenda töldu að sínum væntingum hefði verið mætt síðast þegar þeir flugu með Icelandair. Rétt tæplega 93% þátttakenda sögðust myndu mæla með vörumerkinu sem gefur til kynna að viðskiptavinir Icelandair séu tryggir.

Accepted: 
 • May 12, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27531


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Icelandair.pdf1.87 MBLocked Until...2030/01/01HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf314.32 kBLockedYfirlýsingPDF