is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27537

Titill: 
  • Markaðssetning og áhrifavaldar: Eru áhrifavaldar knúnir til að auglýsa vöru eða þjónustu sem þeim er gefin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var markaðssetning á samfélagsmiðlum skoðuð og áhersla lögð á áhrifavalda í ljósi þess að umræða hefur verið mikil um duldar auglýsingar og vöruinnsetningar. Áhrifavaldar eru þeir sem ná auðveldlega til stórs hóps einstaklinga sem kallast fylgjendahópur og geta áhrifavaldar haft áhrif á kauphegðun fylgjendahóps með auglýsingum og umfjöllun um vöru eða þjónustu.
    Markmið rannsóknar var að finna út hvort áhrifavaldar á samfélagsmiðlum finnast þeir knúnir til þess að auglýsa vöru eða þjónustu sem þeim er gefin, hvort sem þeim líkar hún eða ekki. Tekin voru þrjú eigindleg viðtöl við aðila sem eru áhrifavaldar á samfélagsmiðlum á Íslandi. Rannsakandi túlkaði viðtölin og flokkaði þau í þrjár megin þemur sem höfðu annað hvort tvær eða þrjár undirþemur.
    Niðurstöður benda til þess að áhrifavaldar eru meðvitaðir um sinn fylgjendahóp og mikilvægi þess að halda í trúverðugleikann. Þar sem mikil umfjöllun hefur verið um duldar og kostaðar auglýsingar hafa áhrifavaldar, þá sérstaklega einn viðmælandi, fundið fyrir því að efasemdir og afbrýðisemi segi til sín. Áhrifavaldar eru orðnir meðvitaðir um duldar auglýsingar og eru því varkárari þegar kemur að vali á auglýsingum og samstarfi við fyrirtæki. Áhrifavaldar þessarar rannsóknar fundu sig ekki knúna til að auglýsa vörur eða þjónustu sem þeim var gefin, hvort sem þeim líkar það eða ekki.

Samþykkt: 
  • 12.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27537


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tinna Rut Hauksdóttir, BS.pdf445.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman kvittun.pdf71.49 kBLokaðurPDF