is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2754

Titill: 
 • Svefn og svefntruflanir aldraðra: Meðferðir til að bæta svefn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tíðni svefnleysis eykst með aldri og u.þ.b. 50% eldri einstaklinga kvarta undan svefnleysi. Skortur á svefni hefur meðal annars verið tengdur við þunglyndi og hærri tíðni bylta hjá öldruðu fólki.
  Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að gera grein fyrir svefni og svefntruflunum aldraðra og meðferðum við svefntruflunum.
  Fræðilegra heimilda var einkum aflað með leit í gagnasöfnum PubMed og Scopus. Leitarorð tengdust svefni, öldrun og meðferðum.
  Algengustu orsakir svefntruflana hjá öldruðum eru verkir, sjúkdómar og lyf. Lyfjameðferð er algeng meðferð við svefntruflunum aldraðra. Notkun svefnlyfja tengist meðal annars aukinni byltuhættu hjá öldruðum. Rannsóknir á fjölmörgum meðferðum, öðrum en lyfjameðferðum, hafa sýnt jákvæð áhrif á svefn aldraðra sem endast lengur og hafa færri aukaverkanir en lyfjameðferð. Meðal slíkra meðferða eru hugræn-atferlismeðferð (cognitive-behavioral therapy), nálastungumeðferð (acupuncture), meðferð með björtu ljósi (bright light therapy), hreyfing og fótabað.
  Fjölbreytt úrval meðferða kemur til greina vegna meðferðar svefntruflana hjá öldruðum en flestar þeirra þarfnast áreiðanlegri rannsókna. Einnig er þörf fyrir rannsóknir sem greina frá kostnaðarmun á lyfjameðferðum annars vegar og viðbótameðferðum hins vegar.
  Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar þekki þau úrræði sem hægt er að beita til að meðhöndla svefnleysi aldraðra.

Samþykkt: 
 • 22.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2754


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF_fixed.pdf603.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna