is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27548

Titill: 
 • Endurmörkun Isavia
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Isavia ohf., sem rekur flugvelli og flugleiðsöguþjónustu fyrir hönd íslenska ríkisins, hefur stækkað hratt frá stofnun þess árið 2010, sem er í takt við aukinn ferðamannafjölda hingað til lands síðustu ár. Fyrirtækið er orðið afar stór þátttakandi í íslenskri ferðaþjónustu og er mikilvægur hlekkur í markaðssetningu Íslands sem ákjósanlegs áfangastaðar fyrir ferðamenn og flugfélög.
  Með því tilliti er mikilvægt að Isavia hugi vel að markaðsmálum, sé með skýra markaðsstefnu og sterkt vörumerki. Þó svo að erlend markaðssetning hafi gengið ágætlega hefur það ekki endilega verið raunin innanlands. Fyrirtækið hefur glímt við ímyndarvandamál oft og tíðum vegna neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um ýmis mál er tengjast rekstri fyrirtækisins. Ástæða þess er oft sú að Isavia hafði ekki myndað heildstæða stefnu í markaðsstarfi og almannatengslum. Fyrirtækið ákvað því um haustið 2013 að hrinda af stað stefnumótunarvinnu í markaðsmálum og endurmarka sig með það að markmiði að auka vitund um Isavia og bæta ímynd þess og starfsánægju. Nýtt endurmarkað vörumerki Isavia leit dagsins ljós 14. febrúar 2016 eftir ítarlegt tveggja og hálfs árs stefnumótunarferli.
  Markmið þessarar ferilsathugunar (e. case study) er tvíþætt. Annars vegar að fjalla um endurmörkunarferli Isavia og meta gæði ferlisins. Er það gert með því að bera það saman við niðurstöðu athugunar fræðimanna (Miller, Merrilees og Yakimova, 2014) um einkenni farsælla og ófarsælla endurmarkana hjá fyrirtækjum víða um heim. Hins vegar að meta árangur endurmörkunarferlisins útfrá mælingum á vörumerkjavirði (vitund og ímynd) og starfsánægju og stolti starfsfólks á fyrirtækinu.
  Athugunin sýndi annars vegar að endurmörkunarferli Isavia var ítarlega og vel unnið og að mestu í samræmi við hvernig ákjósanlegast er að standa að slíku ferli. Hins vegar sýndi athugunin að vitund á fyrirtækinu hefur aukist mikið frá 2013 til 2015 en ímynd hefur hrakað. Þó hefur Isavia bætt ímynd sína marktækt eftir að innleiðing endurskoðaðs vörumerkis fór fram í byrjun árs 2016, sem gefur góð fyrirheit um að endurmörkunin sé að bera árangur. Starfsánægja telst ágæt en hefur minnkað á sama tímabili. Þá virðist starfsfólk vera stolt af starfi sínu en er ekki endilega stolt af Isavia sem vinnustað. Niðurstöður gefa einnig til kynna að með batnandi ímynd Isavia muni starfsánægja og stolt samhliða aukast hjá fyrirtækinu.

Samþykkt: 
 • 12.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27548


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð _Skemman_Heiðar Örn Arnarson.pdf1.24 MBLokaður til...11.05.2022HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð verkefna.pdf320.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF