is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27554

Titill: 
 • Fjárfestingar í orkusparandi lausnum. Úttekt á niðurgreiðslum til húshitunarkostnaðar og varmadælum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Háum fjárhæðum er varið ár hvert í niðurgreiðslur ríkisins á húshitunarkostnaði til þeirra aðila sem styðjast við rafhitun á sínum heimilum. Ríkið býður þessum aðilum upp á eingreiðslu niðurgreiðslna, hafi þeir hug að því að fjárfesta í orkusparandi lausnum. Markmið ritgerðarinnar var að kanna hversu miklum orkusparnaði var mögulegt að ná með fjárfestingu í orkusparandi lausnum og hvort þær séu yfir höfuð arðbærar.
  Teknar voru fyrir fjórar sviðsmyndir þar sem aðstæðum var breytt hverju sinni til að endurspegla mismunandi aðstæður ólíkra heimila og til að bera saman orkusparnað mismunandi gerða varmadælna. Einnig var stuttlega fjallað um fjárfestingar einstaklinga í endurnýjanlegum orkugjöfum, kerfislægar hindranir og mögulega uppsetning á efnahagslegum hvötum til orkuframleiðslu einstaklinga.
  Meginniðurstöður ritgerðarinnar eru þær að með fjárfestingu í orkusparandi lausnum má ná gríðarlegum orkusparnaði. Raforkureikningur viðkomandi lækkar töluvert en sökum fastra gjalda er hann ekki að öllu í samræmi við minni orkunotkun. Samkvæmt útreikningum eru fjárfestingar í varmadælum í flestum tilfellum arðbær fjárfesting. Jákvætt núvirði skapast yfir líftíma varmadælunnar ef stofnkostnaður helst undir tveimur milljónum króna. Eingreiðsla niðurgreiðslna fer eftir áætluðum orkusparnaði og meðalraforkunotkun síðustu fimm ára og getur hún því gengið langleiðina upp að tveggja milljóna króna stofnkostnaði.
  Áhugaleysi stjórnvalda að standa við skuldbindingar sínar um eingreiðslu niðurgreiðslna gæti verið ein af ástæðum þess að ekki sé búið að varmadæluvæða köld svæði á Íslandi meira en raun ber vitni. Svo virðist sem málaflokkurinn sé fjársveltur líkt og aðrir flokkar og reikna má með að fjárlög 2017 dugi rétt til lögbundinna niðurgreiðslna á húshitunarkostnaði.

Samþykkt: 
 • 12.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27554


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjarfestingar í orkusparandi lausnum - Fannar Freyr Ásgeirsson.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing-skemman.pdf528.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF