is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27556

Titill: 
 • Ímynd kaffivörumerkja á Íslandi: Kaffimarkaðurinn á Íslandi. Markaðsgreining og vörumerkjaímynd
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Nokkur íslensk fyrirtæki hafa lengi keppst við að auka hlutdeild sína á íslenska kaffimarkaðnum og á það bæði við um innflutt, pakkað kaffi og kaffi sem unnið er hérlendis úr innfluttu hráefni. Meginmarkmið þessarar ritgerðar var að finna út hver væri ímynd helstu kaffivörumerkja sem seld eru hér á landi. Sérstaklega var skoðað hvernig Nýja kaffibrennslan stæði að vígi þegar kæmi að ímynd vörumerkja fyrirtækisins í samanburði við önnur kaffivörumerki á smásölumarkaðnum. Ritgerðin var unnin í samstarfi við Ó. Johnson og Kaaber ehf. sem er eigandi Nýju kaffibrennslunnar.
  Rannsóknarspurningarnar voru tvær:
  Hver er ímynd helstu kaffivörumerkja á Íslandi?
  Hvernig standa kaffivörumerki Nýju kaffibrennslunnar almennt að vígi í samanburði við önnur kaffivörumerki á íslenskum markaði?
  Gerð var markaðsgreining (TASK greining) þar sem nærumhverfi Nýju kaffibrennslunnar var skoðað. Þar var einna helst stuðst við AC Nielsen tölur sem gáfu skýra mynd af því hvernig smásölumarkaðurinn fyrir kaffi lítur út, þ.e. það kaffi sem neytendur kaupa í verslunum. Gerð var markaðsrannsókn í samstarfi við fyrirtækið Tölvísi með það að markmiði að kanna ímyndarlega þætti helstu kaffivörumerkjanna sem og neysluvenjur svarenda. Rúmlega 700 manns svöruðu könnuninni. Í framhaldinu var unnið úr gögnum rannsóknarinnar í Excel og tölfræðiforritinu SPSS.
  Helstu niðurstöður markaðsgreiningar sýndu að Ölgerðin er með mestu samanlögðu hlutdeildina á íslenska kaffimarkaðnum samkvæmt AC Nielsen tölum. Þar á eftir kemur Te og Kaffi, svo Nýja Kaffibrennslan og að lokum Kaffitár. Helstu niðurstöður rannsóknar gáfu til kynna að vörumerkjavitund og -tryggð væri mest gagnvart stærstu kaffivörumerkjum Ölgerðarinnar (Merrild og, Gevalia). Neytendur tengdu vörumerki Kaffitárs og Te og Kaffis helst við gæði, traust, aðlaðandi umbúðir og samfélagslega ábyrgð. Þannig má segja að af kaffivörumerkjum á íslenskum markaði hafi Kaffitár og Te og Kaffi jákvæðustu ímyndina þar sem ímyndarþættirnir eru í eðli sínu jákvæðir. Vörumerki Nýju kaffibrennslunnar (Rúbín, Bragi og Kaaber) virtust ekki hafa jafn góða ímynd í hugum neytenda sem tengdu þau helst við lágt verð. Vörumerkin þykja gamaldags í hugum svarenda sem tengdu þau heldur ekki við mikil gæði.
  Þessar niðurstöður gætu komið að gagni fyrir NK ef ráðist verður í aðgerðir til að bæta ímynd og stöðu helstu kaffivörumerkja fyrirtækisins á markaðnum. Augljóst er að þar er svigrúm til að sækja fram með breyttum áherslum og betri kynningu.

Samþykkt: 
 • 12.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27556


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð-lokaútgáfa-1.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing - stafrænt eintak .pdf48.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF