Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27558
Fjallað verður um sögu laga um bókhald og ársreikninga hérlendis á árunum 1909-2016. Saga ársreikningalaga á Íslandi hófst með lögum um verslunarbækur nr. 53/1911 en þróun reikningsskilareglna erlendis, tækniframfarir og aukin alþjóðavæðing viðskipta hefur haft leiðandi áhrif á mótun lagasetningar um efnið hérlendis.
Fyrstu ársreikningalög á Íslandi tóku gildi árið 1994 í kjölfar inngöngu Íslands í EES en fram að þeim tíma var fjallað um gerð reikningsskila í köflum annarra laga. Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eru aðildarríki skuldbundin til að taka upp í innlenda löggjöf efni reglugerða og tilskipana sambandsins. Helstu breytingar á löggjöfinni eftir inngöngu Ísland í EES má því rekja til breytinga á regluverki Evrópusambandsins og endurskoðunar á tilskipunum og reglugerðum þess.
Regluverk reikningsskila byggir á grunnforsendum og meginreglum sem tryggja samanburðarhæfni og gagnsemi upplýsinga í ársreikningum félaga. Alþjóða reikningsskilareglur byggja á þessum grunni sem skapar góða reikningsskilavenju. Farið verður yfir hvernig góð reikningsskilavenja, grunnforsendur og meginreglur reikningsskila birtast í ákvæðum laganna í gegnum tímabilið sem um ræðir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman yfirlýsing.jpg | 358.76 kB | Lokaður | JPG | ||
Guðrún Breiðfjörð Pétursdóttir-skemman.pdf | 902.61 kB | Opinn | Skoða/Opna |