is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27559

Titill: 
 • Íslenskar netverslanir sem selja snyrtivörur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Efni þessarar ritgerðar var snyrtivörusala í íslenskum netverslunum. Fyrir nokkrum árum voru engar netverslanir á Íslandi sem seldu snyrtivörur en í dag hlaupa þær á tugum. Miklar framfarir hafa orðið í tækni sem og hjá netverslunum og hefur snyrtivörumarkaðurinn notið góðs af því. Meginmarkmið ritgerðarinnar var að rýna í snyrtivörumarkaðinn á Íslandi í netverslun og fjalla almennt um þá þætti sem hann varðar en lítið hefur verið fjallað um þennan tiltekinn markað þrátt fyrir veigamikinn vöxt.
  Rannsóknarspurning þessarar ritgerðar var hvaða eiginleikum leitast neytendur eftir í íslenskum netverslunum sem selja snyrtivörur.
  Í fræðilega hlutanum var meðal annars fjallað um einkenni netverslana, snyrtivörumarkaðinn á heimsvísu og viðskiptaumhverfi snyrtivörumarkaðsins í netverslun á Íslandi, þar sem notast var við greiningartólin TASK og PESTEL.
  Í rannsóknarhlutanum voru niðurstöður rannsóknarinnar kynntar sem gerðar voru á eiginleikum íslenskra netverslana sem selja snyrtivörur. Spurningalisti var settur fram og honum dreift á samfélagsmiðlinum Facebook. Í kjölfar þess var greint úr gögnunum og niðurstöður settar fram.
  Helstu niðurstöður voru þær að neytendur leitast eftir snyrtivörum á sanngjörnu verði, með gott orðspor, mikið vöruúrval og gæði. Netverslanirnar ættu því að mæta þessum kröfum með því að finna vörur að utan sem innihalda fyrrgreinda eiginleika.

Samþykkt: 
 • 12.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27559


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Islenskar_netverslanir_snyrtivorur_NYTT1.pdf923.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Skemman.pdf350.07 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna