is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27568

Titill: 
 • Traust og Trúverðugleiki Stjórnenda
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 ríkti mikið vantraust í íslensku samfélagi. Íslendingar létu í ljós vantraust sitt gagnvart ríkisstjórninni með áberandi hætti í búsáhalda¬byltingunni svonefndri. Markmið þessa verkefnis er að skoða hvort vantraustið sem greip um sig í samfélaginu eftir efnahagshrunið hafi haft áhrif á traust og trúverðugleika íslenskra stjórnenda. Skoðað er hvernig traust og trúverðugleiki stjórnenda þróaðist á árunum 2006 til 2016 og kannað hvort efnahagshrunið hafði áhrif á þá þróun. Einnig er kannað hvort starfsmenn einkarekinna fyrirtækja beri meira traust til stjórnenda en starfsmenn opinberra stofnana. Til að svara þessum spurningum eru nýttar niðurstöður úr könnun sem er lögð fyrir starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði ár hvert. Könnunin er samvinnuverkefni þriggja stéttarfélaga og hefur verið framkvæmd frá árinu 2006.
  Byrjað er á fræðilegri umfjöllun um stjórnunarstarfið og hvað einkennir árangursríka stjórnendur. Fjallað er um tíu hlutverk stjórnandans samkvæmt kenningum fræði-mannsins Henry Mintzberg og fjallað um leiðtogahæfi. Næst er sagt frá breyttum áherslum stjórnenda eftir hrun samkvæmt niðurstöðum úr rannsóknum sem birtar voru á árunum 2011 og 2015. Þá er hugtakið traust skilgreint, fjallað um eiginleika trausts og hvers vegna það er mikilvægt að starfsmenn beri traust til stjórnenda sinna. Fræðilegri umfjöllun lýkur svo á að fjallað er um stéttarfélög og farið með stutt ágrip um upphaf íslenskrar verkalýðshreyfingar.
  Rannsóknarhluti verkefnisins hefst á umfjöllun um framkvæmd könnunarinnar sem niðurstöður verkefnisins eru unnar úr. Næst er fjallað um helstu niðurstöður úr könnuninni á hverju ári frá 2006 til 2016.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að trúverðugleiki stjórnenda þróaðist að mestu leyti á sambærilegan hátt á opinberum- og einkamarkaði á tímabilinu. Trúverðugleiki stjórnenda jókst gríðarlega á árunum 2006 til 2009, dróst svo lítillega saman árin 2010 og 2011, en jókst svo á hverju ári til ársins 2016. Starfsmenn einkarekinna fyrirtækja báru marktækt meira traust til stjórnenda en starfsmenn opinberra stofnana og svo virðist sem efnahagshrunið hafi frekar haft jákvæð áhrif á traust og trúverðugleika íslenskra stjórnenda en neikvæð.

Samþykkt: 
 • 12.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27568


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Traust_og_Trúverðugleiki_Stjórnenda..pdf830.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16.pdf15.57 kBLokaðurPDF