en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's) University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2756

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif slökunarmeðferðar á líðan krabbameinssjúklinga: megindleg, afturvirk rannsókn
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Slökunarmeðferð hefur verið í boði fyrir krabbameinssjúklinga á göngudeild Landspítala frá árinu 1998, og veitt af hjúkrunarfræðingi. Árið 2007 var gerð eigindleg rannsókn á upplifun þeirra krabbameinssjúklinga sem þáðu slökunarmeðferð, og sýndi hún fram á mikinn ávinning í formi betri líðanar samhliða krabbameinsmeðferð. Mikilvægt er að afla frekari upplýsinga um áhrif slökunarmeðferða fyrir þennan sjúklingahóp.
  Rannsóknin er megindleg, afturvirk, lýsandi samanburðarrannsókn og var úrtakið þægindaúrtak 251 krabbameinssjúklings. Tilgangurinn með rannsókninni er að kanna hvaða áhrif slökunarmeðferð hefur á líðan krabbameinssjúklinga. Rannsóknarspurningar til hliðsjónar voru: Eru verkir, þreyta, ógleði, þunglyndi, kvíði, syfja, matarlyst, vanlíðan og mæði, mælt með ESAS mælitækinu, marktækt minni hjá krabbameinssjúklingum eftir veitta slökunarmeðferð? Er marktækur munur á styrkleika og tíðni einkennanna eftir kynjum? Er marktæk fylgni innbyrðis á milli einkenna? Er marktækur munur á styrkleika og tíðni einkenna tengt aldri?
  Niðurstöður sýndu að eftir veitta slökunarmeðferð dró marktækt úr styrk allra einkenna á ESAS skalanum. Ekki reyndist marktækur munur á styrkleika eða tíðni einkenna eftir kynjum eða aldri og ekki var marktæk fylgni innbyrðis á milli einkenna. Samkvæmt þessum niðurstöðum má álykta að slökunarmeðferð sé ákjósanlegt meðferðarform við meðhöndlun einkenna hjá krabbameinssjúklingum.

Accepted: 
 • May 22, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2756


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BSritgerdKatrinogBjorg_fixed.pdf2.9 MBOpenHeildartextiPDFView/Open