en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2757

Title: 
  • is Sængurlega eftir keisarafæðingu: Reynsla foreldra af umönnun og áhrif á tengslamyndun
Abstract: 
  • is

    Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða reynslu foreldra af umönnun í sængurlegu eftir keisarafæðingu. Gerð var eigindleg fyrirbærafræðileg rannsókn á viðfangsefninu sem fór þannig fram að tekin voru viðtöl við foreldra sem öll höfðu eignast barn með keisarafæðingu, tvö á Sjúkrahúsi og heilsugæslunni á Akranesi og tvö á kvennadeild Landspítalans. Greind voru fimm þemu sem ríkjandi voru í gegnum viðtölin og fjallað nánar um þau. Þemun voru: Viðmót starfsfólks, fræðsla, næði foreldra í sængurlegu, nærvera maka og tengslamyndun við barn. Í ljós kom að það þótti mjög mikilvægt að foreldrar upplifðu sig velkomna á deildinni. Einnig þótti foreldrum mikilvægt að fá fræðslu, óháð því hvort um fyrsta barn eða þriðja barn væri að ræða. Aðstaða fyrir foreldra var einnig háttskrifuð sem áhrifaþáttur á reynslu þeirra. Þar var aðstaða fyrir föður stórt atriði en misjafnt er milli fæðingadeilda hvort faðir fái að vera hjá maka sínum og nýfæddu barni nóttina eftir fæðingu. Þeir foreldrar sem fengu að eyða fyrstu nóttinni saman með barninu lýstu almennt betri tengslamyndun við barn sitt fyrstu dagana en þeir sem ekki fengu að vera saman. Mikilvægt er að gera frekari rannsóknir á reynslu foreldra á sængurlegu þar sem slæm reynsla getur komið niður á tengslamyndun við barnið.

Accepted: 
  • May 22, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2757


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokaboagthg_fixed.pdf1.09 MBLockedHeildartextiPDF