is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27573

Titill: 
  • Libor-hneykslið. Hagræðing á „mikilvægustu tölu heims“, hvatar til þess og afleiðingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Libor-hneykslið snýr að kerfisbundnum tilraunum banka á árunum 2005-2009 til að hafa vísvitandi áhrif á millibankavexti í þágu eigin hagsmuna. Libor-vextir eru ákvarðaðir með upplýsingum frá úrtaki stórra banka sem gefa daglega upp eigið mat á lántökukostnaði sínum í þeim myntum og lánstímum sem Libor nær til. Þar sem einungis er stuðst við mat bankanna á eigin lántökukostnaði gefur það augaleið að auðvelt er að hafa bein áhrif á niðurstöðu vaxtanna, það nægir einfaldlega að gefa upp falskt mat. Hvatar bankanna til þess að gefa upp rangar upplýsingar voru tvíþættir; annars vegar gáfu bankarnir kerfisbundið upp of lágt mat til þess að fegra eigin ímynd á markaði á tímum lausafjárkreppunnar og hins vegar gáfu þeir ýmist upp of hátt eða lágt mat til þess að auka gróða eða minnka tap af eigin stöðum á ákveðnum tímapunktum.
    Barclays-banki var sá fyrsti til að ná sáttargerð við yfirvöld vegna vaxtasvindlsins og sýndi fullan samstarfsvilja við rannsókn málsins sem hjálpaði til við að svipta hulunni af umfangi svindlsins. Rannsóknir hafa leitt í ljós að á þriðja tug banka tóku þátt í svindlinu og hundruð starfsmanna, þar sem ýmist einstaka miðlarar sem og æðstu yfirmenn bankanna voru viðriðnir málið. Rannsóknir og dómsmál eru enn í fullum gangi en bönkunum hefur nú þegar verið gert að greiða háar sektir fyrir athæfið og fjöldi starfsmanna þeirra verið dæmdir til fangelsisvistar.
    Áhrif Libor-hneykslisins eru enn að koma endanlega í ljós en hundruð trilljóna Bandaríkjadala eru tengdir vöxtunum með einum eða öðrum hætti og hefur því minni háttar skekkja gífurleg áhrif á fjármálagerninga um allan heim. Svindlið hafði einnig mikil áhrif á traust almennings til markaðarins sem þá var í sögulegu lágmarki í kjölfar undangenginnar efnahagskrísu. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á ákvörðun og regluverki Libor í kjölfar vaxtasvindlsins en þó er enn langt í land með að endurheimta traust almennings á markaðnum til fulls.

Samþykkt: 
  • 12.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27573


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Libor-hneykslið_Skemman - Mímir Hafliðason.pdf1,7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf10,23 MBLokaðurPDF