Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27574
Í þessari heimildaritgerð verður fjallað um áhættustýringu færsluhirða og hvernig þeir verja sig gegn endurkröfuáhættu. Farið verður í gegnum alla aðila sem koma að stakri færslu og greiðsluflæðið greint. Mikilvægt er að skilja það ferli til að átta sig á þeirri áhættu sem færsluhirðirinn stendur fyrir. Færsluhirðar þurfa að alþjóðlegum reglum PCI SSC ráðsins sem sett var saman af stærstu kortafélögunum. Brot á þeirra reglum geta kostað færsluhirðinn mikla fjármuni.
Með mikilli tækniþróun undanfarin ár standa færsluhirðar fyrir meiri áhættu en áður. Mikilvægt er að þeir aðilar nái að halda í við þá miklu tækniþróun svo að greiðslumáti í gegnum posa og greiðslugáttir sé með öruggasta móti. Sérstaklega í ljósi þess að ör vöxtur er í greiðslugáttum í heiminum í dag og svikahrappar eru fljótir að átta sig á glufum sem finna er á kerfum.
Eftir að hafa skoðað hvaða leiðir færsluhirðirinn hefur sér til varnar endurkröfuáhættu fannst mér það ljóst að vilji færsluhirðir minnka áhættu sem mest skuli hann nota ISO aðila. Sú hefð hefur þó skapst á Íslandi að seljendur sem koma til færsluhirðingar séu með seinkun á uppgjöri og er það sú trygging færsluhirðis sem er hvað ber hvað mesta áhættu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-Lokaskil-ÁhættuStýringÍFærsluhirðingu.pdf | 608,02 kB | Lokaður til...01.01.2060 | Heildartexti | ||
BS-Kápa-Áhættustýring.pdf | 262,2 kB | Lokaður til...01.01.2060 | Forsíða | ||
Yfirlýsing.pdf | 146,86 kB | Lokaður | Yfirlýsing |