is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27576

Titill: 
 • Kauphallarsjóðir: Aðgengi almennra íslenskra fjárfesta að erlendum kauphallarsjóðum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er tvíþætt; annarsvegar að kynna kauphallarsjóði, hvernig þeir virka og helstu eiginleika þeirra og hinsvegar að greina þann kostnað sem fjárfestir verður fyrir þegar fjárfest er reglulega í alþjóðlegum hlutabréfasjóðum.
  Á síðastliðnum árum hefur verið mikill uppgangur í rekstri kauphallarsjóða á heimsvísu og fjármagn hefur verið að streyma til þeirra frá hefðbundnum verðbréfasjóðum. Nú þegar fjármagnshöft hafa verið afnumin og fjárfestar kunna að líta á kosti erlendis er áhugavert að skoða hvert aðgengi almennra íslenskra fjárfesta að erlendum kauphallarsjóðum sé.
  Til að leita svara við rannsóknarspurningunni var tilfellisrannsókn framkvæmd þar sem bornir voru saman íslenskir hlutabréfasjóðir í virkri eignastýringu og erlendur kauphallarsjóður í hlutlausri stýringu. Sjóðirnir sem valdir voru þurftu að uppfylla skilyrði um að innihalda alþjóðlegt safn hlutabréfa sem væri hægt að kaupa með reglulegum hætti og lágmarksfjárhæð fjárfestingar væri viðráðanleg fyrir hinn almenna fjárfesti.
  Helstu niðurstöður sýndu að aðgengi almennra íslenskra fjárfesta að alþjóðlegum kauphallar- og vísitölusjóðum í hlutlausri stýringu er lítið sem ekkert. Framboðið er nær eingöngu samansett af sjóðum í virkri eignastýringu. Við greiningu á kostnaðarhlutföllum sjóðanna kom í ljós að af fjárfestingu sem sæti 5% nafnávöxtunar á fimm ára tímabili eru íslensku sjóðirnir að taka um helming af ávöxtuninni, sem er tífalt hærri en kostnaður erlenda sjóðsins. Við öflun upplýsinga fyrir greininguna kom í ljós að erfitt reyndist að átta sig almennilega á hver raunverulegur kostnaður fjárfestis væri.

Samþykkt: 
 • 12.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27576


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kauphallarsjóðir.pdf806.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan.pdf7.45 MBLokaðurPDF