Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/27591
BAKGRUNNUR: Tíðni ofnæmissjúkdóma hefur aukist á undanförnum áratugum á Vesturlöndum og hafa margir þættir verið nefndir sem mögulegir áhættu- eða verndandi þættir. Búseta í dreifbýli hefur verið tengd við lægri tíðni ofnæmissjúkdóma, oft tengt „hreinlætiskenningunni“ en hún gefur til kynna að fólk til sveita fái síður ofnæmisjúkdóma en fólk búsett í borgum.
MARKMIÐ: Markmið rannsóknarinnar var að meta mögulega áhættu- eða verndandi þætti í æsku fyrir fæðuofnæmi við 12 ára aldur.
EFNI OG AÐFERÐIR: Upplýsingar voru fengnar úr framsýnni ferilrannsókn í Vestur-Svíþjóð. Foreldrar fengu spurningalista senda þegar börnin voru 6 mánaða, 1, 4.5, 8 og 12 ára. Viðbótarupplýsingar voru fengnar úr sænsku fæðingarskránni. Börn með mögulegt fæðuofnæmi og líklegt fæðuofnæmi voru auðkennd og raðað í tvo hópa til frekari skoðunar. Mögulegt fæðuofnæmi var skilgreint hjá þeim sem sögðust vera með fæðuofnæmi greint af lækni og hjá þeim sem höfðu haft einkenni af fæðuofnæmi á sl. 12 mánuðum. Líklegt fæðuofnæmi var skilgreint hjá þeim sem sögðust vera með fyrrgreind atriði en auk þess með næmingu fyrir sömu fæðu og þeir töldu sig hafa ofnæmi gegn. Áhættu- og verndandi þættir í æsku voru skoðaðir og metnir m.t.t. fæðuofnæmis við 12 ára aldur.
NIÐURSTÖÐUR: Samanlagt svöruðu 3637 spurningarlistanum við 12 ára aldur. Svarhlutfall var 76% (3637/4777), og þar af voru strákar 52.4% (1895). Algengi mögulegs fæðuofnæmis var 6.4% (n = 230) og líklegs fæðuofnæmis var 3.0% (n = 110). Í fjölþáttagreiningu var fjölskyldusaga um ofnæmissjúkdóma (aOR 1.8 95% CI 1.1 – 2.8) og snemmkomið eksem (aOR 4.0, 95% CI 2.7 – 6.1) sjálfstæðir áhættuþættir fyrir líklegt fæðuofnæmi við 12 ára aldur.
Búseta í dreifbýli við 6 mánaða aldur (aOR 0.45 95% CI: 0.24 – 0.83) og fiskneysla oftar en 1 sinni í mánuði við 1 árs aldur (aOR 0.47, 95% CI: 0.25 – 0.87) voru óháðir verndandi þættir fyrir líklegt fæðuofnæmi við 12 ára aldur.
ÁLYKTANIR: Í rannsókn okkar sýnum við að búseta í dreifbýli við 6 mánaða aldur og fiskneysla oftar en einu sinni í mánuði við 1 árs aldur eru verndandi þættir fyrir fæðuofnæmi við 12 ára aldur. Eksem á ungaaldri er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir fæðuofnæmi.
BACKGROUND: The prevalence of allergy has increased in the western world over the last decades. Multiple factors have been identified as increasing and reducing the risk. Rural living has been associated with less risk of allergic disease, in line with the hygiene hypothesis.
AIM: The goal of this study was to estimate possible risk factors and protective factors for food allergy in 12-year-old children living in western Sweden.
METHODS: The data was obtained from a prospective, longitudinal cohort study in western Sweden. Questionnaires were sent out when the children were 6 months, 1, 4.5, 8 and 12 years of age. Additional information was received from the Swedish Medical Birth Register. Children with possible food allergy and probable food allergy were identified and allocated into two groups for further examination. Possible food allergy was defined as those who reported both doctor diagnosed food allergy and symptoms of food allergy in the last 12 months. Probable food allergy was defined as those with reported doctor diagnosed food allergy, symptoms of food allergy as well as reported sensitization to the food they reported symptoms from. Early risk and protective factors were identified and evaluated.
RESULTS: A total of 3637 families answered the questionnaires distributed at 12 years and thus the response rate was 76.1% (3637/4777). Of these, 52.4% (1895) were boys. The prevalence of possible food allergy was 6.4% (n = 230) and of probable food allergy was 3.0% (n = 110). In a multivariate analysis, heredity for atopic diseases (adjusted OR (aOR) 1.8; 95% confidence interval (CI) 1.1 – 2.8) and early eczema (aOR 4.0; 2.7 – 6.1) were independent risk factors for probable food allergy.
Rural living at 6 months of age (aOR 0.45; 0.24 – 0.83) and fish consumption more than once a month at 1 year (aOR 0.47; 0.25 – 0.87) decreased the risk of probable food allergy at 12 years, independently of heredity and socioeconomic factors.
CONCLUSION: In our study, we show that rural living at 6 months of age and fish consumption more than once a month at 1 year of age, reduce the risk of having food allergy at 12 year of age and that heredity and early eczema are independent risk factors.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BS_ritgerd_Ivar_Orn_Clausen_2017.pdf | 1,64 MB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Yfirlysing_skemman.pdf | 327,94 kB | Locked | Yfirlýsing |