is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27593

Titill: 
 • Brátt kransæðaheilkenni hjá sjúklingum með eðlilegar kransæðar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur : Sjúklingar með brátt kransæðaheilkenni hafa til þessa verið taldir vera með rof á æðakölkunarskellu (e. atherosclerotic plaque) með eftirfylgjandi blóðsegamyndun og bráðri blóðþurrð í hjartavöðva. Á undanförnum árum hefur komið í ljós að hjá hluta þessara sjúklinga er ekki um að ræða rof á æðakölkunarskellu heldur aðrar orsakir sem valda þessum klínísku einkennum. Markmið rannsóknarinnar var að finna algengi og undirliggjandi orsakir bráðs kransæðaheilkennis hjá þeim sjúklingum sem reynst hafa verið með eðlilegar eða nær eðlilegar kransæðar við hjartaþræðingu (<50% þrengsli). Sjúkdómsgreiningar voru endurskoðaðar og sjúklingar flokkaðir niður í 6 fyrir fram ákveðna flokka : a) fleiðurmyndun á æðaþeli (e. plaque erosion), b) broddþensluheilkenni (e. Takostubo cardiomyopathy), c) hjartavöðvabólga (e. myocarditis), d) kransæðakrampi (e. spasmi), e) týpu 2 hjartavöðvadrep (e. typa 2 infarct), f) annað og óútskýrt.
  Efni og aðferðir : Rannsóknin er afturskyggn gagnarannsókn og leitað var að gögnum í gagnagrunni hjartaþræðingarstofu LSH (SCAAR). Rannsakaðir voru sjúklingar sem sendir voru í hjartaþræðingu vegna bráðs kransæðaheilkennis (STEMI / NSTEMI) á Landsspítalanum frá 1. janúar 2012 til 31. desember 2016 en reyndust vera með eðlilegar eða nær eðlilegar kransæðar. Eftirfarandi breytur voru skoðaðar : aldur, kyn, hæð, þyngd, líkamsþyngdarstuðull (e. BMI), áhættuþættir kransæðasjúkdóma (reykingar, háþrýstingur, kólesteról, sykursýki og ættarsaga) og niðurstöður hjartaþræðinga. Síðan voru niðurstöður hjartalínurits, hjartaómunar, segulómunar og blóðmælinga metnar til þess að komast að undirliggjandi orsökum sjúklinganna. Tölfræðiúrvinnsla var gerð í Microsoft Excel og RStudio.
  Niðurstöður : Á rannsóknartímabilinu voru 1.708 sjúklingar sem fengu greininguna STEMI / NSTEMI og voru sendir í hjartaþræðingu. Af þeim reyndust 225 (13,2%) vera með eðlilegar eða nær eðlilegar kransæðar. Hlutfall þessara sjúklinga jókst úr 3,0% árið 2012 í 9,5% 2013 og í 15,0% árið 2014. Árið 2015 var það 15.3% og 14.4% árið 2016. Alls fengu 72 (32%) sjúklingar greininguna fleiðurmyndun, 33 (14,7%) hjartavöðvabólgu, 28 (12,4%) broddþensluheilkenni, 30 (13,3%) týpu tvö hjartavöðvadrep, 31 (13,8%) kransæðaspasma og 31 (13,8%) fengu greininguna annað og óútskýrt.
  Ályktun : Hlutfall þessara sjúklinga hefur aukist síðust ár og er tilkoma hánæms troponin T prófs árið 2012 talin eiga stóran þátt í því. Einungis 23 (10,2%) sjúklinganna voru segulómaðir og 164 (74,2%) hjartaómaðir og því gat verið erfitt að komast að undirliggjandi orsökum allra sjúklinganna. Engar skýrar verklagsreglur eru til á Landsspítalanum um uppvinnslu á sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni og eðlilegar kransæðar. Fyrirhugað er að nýta þá reynslu sem fæst af þessari rannsókn til að útbúa verklagsreglur um uppvinnslu og eftirfylgni þessara sjúklinga. Þannig verður hjartaómskoðun, segulómskoðun, vinstri slegilsmynd í þræðingu (e. left ventricular angiogram) og ákveðnir lífvísar mældir kerfisbundið í framsýnni rannsókn á þessum rannsóknarhóp.

Samþykkt: 
 • 15.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27593


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brátt kransæðaheilkenni hjá sjúklingum með eðlilegar kransæðar.pdf3.33 MBLokaður til...01.06.2020HeildartextiPDF
Yfirlýsing - fylgiskjal.pdf69.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF