Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27595
Á tímum upplausnar og styrjalda hafa byltingarkenndar listhreyfingar risið upp. List þessara hreyfinga hefur ekki alltaf fengið sama lof og klassískir miðaldalistamenn. Ameríski list-heimspekingurinn Athur C. Danto hefur skrifað um það í bók sinni After the end of Art að komið sé að endastöð í þroskasögu listarinnar, og að listasögunni sé lokið. Tímabilið eftir 7. áratug 20.aldar sé tímabil þar sem ekkert er nýtt en allt leyfilegt í endalausri fjölbreytni verka þar sem eini mælikvarðinn sé hvort þau falli listunnendum í geð. Listin tilheyri fortíðinni og ekki verði séð að hún stefni lengur að neinu innra marki, í henni sé engin markviss stefna. Ekkert nýtt geti gerst í listinni, enda þótt fjöldamörg ný verk geti litið dagsins ljós. Heimspe-kingar og listfræðingar hafa oft í gegnum tíðina komið með kenningar og yfirlýsingar um stöðu listarinnar. Þær yfirlýsingar virðast margar rökréttar en listin er ekki rökrétt. Sem betur fer hefur það þó ekki verið þannig í gegnum listasöguna að listamenn fylgi settum lögum og reglum listgagnrýnenda, því þá hefðum við líklegast ekki það sem flokkast undir nútímalist.
Hér verður skoðuð kímni og kaldhæðni í listum í kringum fyrri heimsstyrjöldina til dagsins í dag. List sem er í anda kímni, gleði og gríns hefur verið eins og ferskur vindur á tímum efnahagslegra breytinga í hinum vestræna heimi. Dada hreyfingin sem var stofnuð 1917 hafði áhrif á margar kynslóðir listamanna en einnig á listfræðinga og markaðshyggju. Marchel Du Champ, Andy Warhol, Jeff Koons og íslensku listamennirnir Erró, Hallgrímur Helgason og Ásmundur Ásmundsson hafa ögrað listheiminum með kaldhæðni, nýjum innblæstri, nýjum sjónarhornum. Listfræðingarnir Clement Greenberg, Rosalind Krauss, Hal Foster og Benjamin Buchloh hafa látið skoðanir sínar í ljós á kaldhæðni og markaðshyggju listarinnar á ólíkan hátt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman yfirlýsing.pdf | 953,98 kB | Lokaður | Forsíða | ||
Estrid Þorvaldsdóttir .pdf | 3,47 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |