is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27596

Titill: 
 • Síðbúinn galli í Riata® bjargráðsleiðslum. Umfang, áhrif og afleiðingar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Bjargráður er tæki sem sett er undir húð á brjóstholi í til þess að gera einfaldri skurðaðgerð og vaktar hjartsláttinn stöðugt. Bjargráður samstendur af boxi og leiðslu sem fer til hjartans gegnum bláæð. Ef um alvarlegan sleglahraðtakt er að ræða getur hann gefið rafstuð til að leiðrétta taktinn. Leiðsla sem kallast Riata frá fyrirtækinu St. Jude Medical, var talsvert notuð hérlendis á árunum 2002-2010. Snemma árs 2012 var greint frá galla í þessum leiðslum sem lýsti sér á þann veg að rof gat komið á einangrun leiðslanna og/eða raftruflanir sést á línuriti hennar. Í verstu tilvikum gat leiðslan skemmst það mikið að bjargráðurinn gat undir slíkum kringumstæðum orðið óvirkur. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hver tíðni galla í Riata bjargráðsleiðislunni var í íslenskum sjúklingum. Sér í lagi var skoðað hver tíðni rofs á einangrun leiðslunar var, hver tíðni truflana í rafriti var og hvaða afleiðingar þetta hafði fyrir sjúklingana.
  Efni og aðferðir: Þetta var afturskyggn rannsókn, framkvæmd á Landspítala, og tók til allra þeirra 52 sjúklinga sem fengu ígrædda Riata bjargráðsleiðslur frá fyrirtækinu St. Jude Medical á árabilinu 2002-2009. Í samanburðarhópi voru 50 einstaklingar sem fengu bjargráðsleiðslu frá öðrum fyrirtækjum á árunum 2010-2012. Upplýsinga var aflað úr gögnum frá Gangráðs- og bjargráðseftirliti Landspítala sem inniheldur ítarlegar upplýsingar um tækin sjálf, þar á meðal allar mælingar frá bjargráðum um starfshæfni leiðslunnar og bjargráðsins. Klínískar upplýsingar um sjúklinga voru fengnar úr sjúkraskrárkerfi Landspítala.
  Niðurstöður: Hóparnir voru svipaðir hvað varðar aldur við ígræðslu, kynjahlutfall, tilvist kransæðasjúkdóms og útstreymisbrots úr vinstri slegli (p=ns). Af þeim 52 einstaklingum sem fengu Riata leiðslu voru 17 (32,7%) sem greindust með einangrunarrof og/eða raftruflun og fóru í leiðsluskipti, á móti 1 (2,0%) í samanburðarhópnum (p<0,001). Þá höfðu 5 (9,6%) greinst með einangrunarrof, 7 (13,5%) með raftruflanir og 5 (9,6%) með hvort tveggja. Að auki voru 10 (19,2%) úr Riata hópnum sem fóru í fyrirbyggjandi leiðsluskipti vegna öryggisábendinga. Í heildina fóru 31 (59,6%) úr Riata hópnum í leiðsluskipti og/eða voru með gallaða leiðslu samanborið við 7 (14,0%) úr samanburðarhópnum (p<0,001). Ekki var markverður munur á fjölda einstaklinga sem upplifðu óviðeigandi rafstuð, en 10 (15,4%) í Riata hópnum upplifðu slíkt á eftirfylgnitímanum á móti 8 (16%) í samanburðarhópnum (p=ns). Einn einstaklingur með Riata bjargráðsleiðslu fékk ekki viðeigandi meðferð þegar við átti og lést.
  Ályktanir: Íslendingar sem fengu Riata bjargráðsleiðslu voru ekki líklegri en þeir sem fengu leiðslu frá öðru fyrirtæki til að upplifa óréttmæt rafstuð. Samt sem áður er ljóst að notkun á Riata leiðslum leiddu til verulegra vandkvæða fyrir sjúklingana, aukinnar tíðni leiðsluskipta og hafði auk þess alvarlegar klínískar afleiðingar.

Samþykkt: 
 • 15.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27596


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gústav Arnar_Síðbúinn galli í Riata® bjargráðsleiðslum.pdf1.22 MBLokaður til...12.05.2022HeildartextiPDF
Gústav_Arnar_Davíðsson-BSrigerð-Læknadeild.pdf268.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF