en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27602

Title: 
 • Title is in Icelandic Langtímahorfur sjúklinga með bráða blæðingu frá efri hluta meltingarvegar
Submitted: 
 • May 2017
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Bráð blæðing frá efri hluta meltingarvegar er algeng ástæða sjúkrahúsinnlagna og getur verið lífshættuleg. Margar rannsóknir hafa fjallað um skammtímahorfur þessara sjúklinga en mikill skortur er á rannsóknum til lengri tíma. Markmið rannsóknarinnar var að meta langtímahorfur sjúklinga með bráða blæðingu frá efri hluta meltingarvegar, sem og að finna forspárþætti fyrir endurblæðingu hjá þessum sjúklingum.
  Efni og aðferðir: Þýðisbundin eftirfylgdarrannsókn sem náði til allra sjúklinga með bráða blæðingu frá efri hluta meltingarvegar á Landspítala frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2011. Gögn sjúklinga sem blæddu 2010 var safnað á framsýnan hátt en gögnum þeirra sem blæddu 2011 var safnað á aftursýnan hátt með því að fara í gegnum allar magaspeglanir (n = 2,457) á rannsóknartímabilinu. Upplýsingum um einkenni og orsök blæðinga, ásamt blóðgildum, fylgisjúkdómum og lyfjanotkun sjúklinga var aflað. Viðmiðunarhópurinn voru sjúklingar sem komið höfðu í speglun 2010 og voru ekki grunaðir um blæðingu, þeir voru valdir með tilliti til aldurs (±5 ár) og kyns.
  Niðurstöður: Í heildina greindust 309 sjúklingar með bráða blæðingu frá efri hluta meltingarvegar á rannsóknartímabilinu og voru karlar 56% (n = 173). Meðalaldur sjúklinga var 67 ár (±18), en stór hluti þeirra, 69% (n = 213), var eldri en 60 ára. Maga- (22%) og skeifugarnarsár (22%) voru algengustu orsakirnar. Tíðni endurblæðinga var 18% (46/309) eftir 5 ára eftirfylgd en 5% (13/289) hjá viðmiðunarhópi (log-rank próf p <0,001). Dánartíðni var 38% (n = 117) eftir 5 ár en 26% (79/289) hjá viðmiðunarhópi (log-rank próf p < 0,001). Þegar lyfjanotkun þeirra sem blæddu aftur var borin saman við þá sem blæddu ekki aftur, var notkun bólgueyðandi lyfja sem ekki eru sterar sú sama (e. non-steroidal anti-inflammatory drugs; NSAID) (24%), notkun hjartamagnýls var einnig svipuð (35% á móti 36%) og sömuleiðis kóvar (17% á móti 14%). Æðagúlar í vélinda voru algengari blæðingarorsök hjá þeim sem blæddu aftur borið saman við þá sem blæddu ekki (11% á móti 1%, p = 0,001). Í lógistískri aðhvarfsgreiningu þar sem leiðrétt var fyrir aldri, kyni og fylgisjúkdómum, þá var æðagúlablæðing (líkindahlutfall (LH) 19, 95% öryggisbil (ÖB) 3,8-144,9) sjálfstæður forspárþáttur fyrir endurblæðingu á fimm ára eftirfylgdartímabili.
  Ályktun: Um fimmtungur þeirra sem fá bráða blæðingu frá efri hluta meltingarvegar á Íslandi koma til með að blæða aftur á næstu fimm árum. Sjúklingar með blæðingu frá æðagúlum virðast í aukinni hættu. Notkun á NSAID, hjartamagnýli og kóvar við upphafsblæðingu virðist ekki tengjast aukinni hættu á endurblæðingu.

Accepted: 
 • May 15, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27602


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ármann_Jónsson_BS_Læknisfræði_2017_12.mai.pdf800.94 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
skemma1pdf.pdf1.52 MBLockedYfirlýsing1PDF
skemma2pdf.pdf832.61 kBLockedYfirlýsing2PDF