Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27606
Peningar eru með einhverjum hætti hlutlausir í fræðikerfi hefðbundinna hagfræðinga – hlutfall peninga og raunframleiðslu verður að vera fast. Ómögulegt var því fyrir þá hagfræðinga að sjá fram á alþjóðlegu fjármálakreppuna sem hófst 2007-8 í kjölfar hækkandi hlutfalls fjármálalegs auðs og raunhagkerfisins.
Framleiðslulögmál eru önnur í fræðikerfum Joseph Schumpeter og John Maynard Keynes þar sem peningar leika lykilhlutverk og hafa áhrif á hvatir og ákvarðanir. Nauðsynlegt er að gera greinarmun á því hvort peningar sem bankar búa til stuðli að hagvexti eða eignabólum, því hagnaður vegna sölu framleiddra gæða raungeirans er annað en verðhækkunarágóði vegna sölu fjármálalegra eigna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fjármál og peningar - Áhrif lánsfjár á hagkerfi - Bragi Bragason.pdf | 1,04 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman.is.pdf | 108,45 kB | Lokaður | Yfirlýsing |