is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27608

Titill: 
 • Undirbúningur stöðlunar CEAS fyrir börn á aldrinum 36 til 71 mánaða
Útdráttur: 
 • Tilfinninga- og hegðunarvandi er fremur algengur meðal barna á leikskólaaldri og getur haft víðtæk áhrif á líf barna. Snemmtæk íhlutun er mikilvæg og getur skipt sköpum í þroskaferli barna. Mikilvægi inngrips snýr ekki síður að því að efla þau börn sem teljast í áhættu að þróa með sér vanda af þessu tagi. CEAS (Children‘s emotional adjustment scale) er nýr íslenskur atferlislisti, þar sem hegðun og líðan eru metin á samfelldum kvarða.
  CEAS er ætlað að meta tilfinningaþroska og líðan barna á aldrinum 36 til 71 mánaða með þroskamiðaðri nálgun. Listinn er frumsaminn á Íslandi, fjallar um líðan barna út frá eðlilegum þroska og ætlaður öllum börnum. Markmið rannsóknar er að taka fyrstu skref í stöðlun listans. Lagskipt hentugleikaúrtak var notað við val á þátttakendum á landinu öllu (N=885) og gögnin borin saman við gögn Hagstofu Íslands eftir aldri, kyni, menntun og búsetu.
  Gagnasafni var skipt upp í tvo hluta þar sem annar innihélt mæður (n= 680) og hinn feður (n=205). Úrtök mæðra og feðra voru borin saman til að kanna samræmi þeirra í svörun listans.
  Framkvæmd var meginásaþáttagreining með hornhvössum snúning. Dregnir voru þrír þættir, Skaplyndi (e. temper control), Framfærni (e. social assertiveness) og Kvíðastjórn (e. anxiety control). Meðaltöl þáttanna voru á bilinu 19,26 (Kvíðastjórn) til 23, 97 (Skaplyndi).
  Áreiðanleiki þátta var hár, frá 0,86 (Kvíðastjórn) til 0,93 (Skaplyndi). Fylgni atriða við aldur barns var frá -0,096 (Kvíðastjórn) til 0,098 (Skaplyndi). Marktækur munur var á mati mæðra eftir menntun á þættinum Kvíðastjórn (F(2,677)=0,88p>0,05) og mátu mæður sem lokið hafa barna- eða grunnkólaprófi börn sín lægri í Kvíðastjórn samanborið við þær sem lokið hafa háskóla- eða doktorsprófi.
  Samkvæmt fyrri rannsóknum eru próffræðilegir eiginleikar CEAS góðir og sýna fram á skýra þáttabyggingu þriggja þátta með góðan áreiðanleika. Niðurstöður þessarar rannsóknar leiddu einnig í ljós góða próffræðilega eiginleika CEAS. Skýr þriggja þátta lausn kom fram í bæði úrtaki mæðra og feðra með góðum áreiðanleika.
  Til að stíga fullnaðarskref í stöðlun listans þarf að stækka bæði úrtak mæðra og feðra svo endurspegla megi þýði sem best þegar horft er út frá gögnum Hagstofu Íslands um íbúafjölda á landinu öllu.

 • Útdráttur er á ensku

  Emotional as well as behavioral problems are common among preschool children and can have profound effects on children´s lives. Early intervention is therefore important and can make a difference when it comes to a child´s development.
  Children´s Emotional Adjustment Scale (CEAS) is a new Icelandic instrument that evaluates normal behavior. CEAS is a parent- reported inventory designed to capture emotional functioning of children between the ages of 36 and 71 months. The instrument was developed in Iceland and it´s focus is on children´s emotional adjustment, based on normal development.
  The present study had a dual aim. The first aim was to begin the process of standardization of the CEAS inventory and the second was to valuate the pscyhometric properties of the CEAS for children from 36 to 71 months old. A random cluster sample of mothers (n = 680) and fathers (n = 205) was compared with data from Statistics Iceland by their age, gender, education and region. The data for mothers and fathers were analyzed separately.
  Principal axis factor analysis was conducted on 29 items with Promax rotation. Based on the results of parallel analysis three factors were extracted; Temper control, Social assertiveness and Anxiety control. In both samples of mothers and father the factor structure was the same. Temper control contained 11 items, Social assertiveness 10 items and Anxiety control 8 items. The factor reliability was high in both samples, from 0.89 (Anxiety Control) to 0.93 (Temper control). The correlation to the age of children was from -0,096 (Anxiety Control) to 0.098 (Temper control). A significant difference was found on Anxiety control for levels of mothers education mothers with primary education rating their children a lower than mothers a university or doctorate degree (F (2,677) = 0,88p> 0,05).
  According to previous researches, psychometric properties of the CEAS has sufficient psychometric properties and a clear structure of three high reliable factors. The results of this study also demonstrate good psychometrics properties of CEAS. A clear three-factor solution was found in both mothers and fathers data the reliability was high. In order to complete the standardization of the list, further data needs to be collected, for both mothers and fathers.

Samþykkt: 
 • 15.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27608


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.jpg46.63 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Alma - cand.psych. LOKASKJAL.pdf932.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna