is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27615

Titill: 
 • Íslenski atferlislistinn: Þáttabygging í úrtaki mæðra 3-5 ára barna
Útdráttur: 
 • Tilfinninga-og hegðunarvandi barna getur haft margvísleg áhrif á líf þeirra. Með því að skima fyrir og greina vanda er hægt að veita snemmtæka íhlutun. Atferlislistar eru fljótleg leið til að safna upplýsingum um hegðun og líðan. Í þessari rannsókn var lagður fyrir atferlislisti með jákvætt orðuðum staðhæfingum sem meta hegðun leikskólabarna á samfelldum kvarða. Með þessu er reynt að draga úr skekkju í niðurstöðum sem fylgir gjarnan frávikalistum. Listinn samanstóð af 90 staðhæfingum um tilfinninga-, félags- og siðferðisþroska barna. Alls voru 16 atriði felld brott þar sem þau uppfylltu ekki skilyrði um normaldreifingu. Þátttakendur voru 421 móðir barna á aldrinum þriggja til fimm ára. Hlutfall drengja var 47% og stúlkna 53%. Skoðuð var dreifing atriða, þáttabygging og munur á meðaltölum þátta eftir aldri og kyni.
  Niðurstaða þáttagreiningar leiddi í ljós fjóra stöðuga þætti: Félagstilfinning, Athygli, Skaplyndi og Hegðun. Áreiðanleiki þátta var á bilinu 0,87 – 0,95 og fylgni milli þeirra á bilinu 0,35 til 0,46. Þættirnir skýrðu um 51,4% af heildardreifingu atriðanna. Allir þættirnir tengjast félags-, tilfinninga- og siðferðisþroska. Aldur hafði marktæk áhrif á meðaltöl þátta Félagstilfinning, Skaplyndi og Hegðun. Kynjamunur kom fram á öllum þáttum nema Skaplyndi. Niðurstöður rannsóknar benda til að hægt sé að meta hegðun og líðan leikskólabarna á samfelldum kvarða með atferlislistum sem byggja á eðlilegri hegðun og þroska.

 • Útdráttur er á ensku

  Emotional and behavioral problems in preschoolers can have various influences on their lifes. By screening for and diagnosing problems is possible to provide early intervention. Behavioral checklists facilitate the gathering of information about behavior and feelings in a fast manner. The aim of this research is to evaluate the psychometric properties of a behavioral rating scale. The scale consists of positively fomulated items gathering information on preschoolers behavior on a continuous scale. Using positively formulated statements is an attempt to prevent some of the errors in the result of behavior checklists. The inventory contains 90 items pertaining to emotional-, social- and moral development. A total of 16 items were not used as they did not meet the normal distribution criteria. The participants were 421 mothers of three to five years old children. Distribution of items, factor structure, difference in average depending on age and gender were examined.
  The results of factor analysis show four stable factors: moral behavior, attention, temperament and conduct. Reliability of the factors were between 0,87 and 0,97 and their inter-correlation from 0,35 to 0,46. The factors explained 51,4% of total variance. All four factors are linked to emotional-, social- and moral development. Age difference were detected in the factors moral behavior, temperament and conduct. Gender difference were detected in all factors except in the factor temperament. The results of this research indicate that it´s possible to assess emotional- and behavioral problems in preschoolers on a continuous scale.

Samþykkt: 
 • 17.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27615


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Cand.psych._Valerija Bibic.pdf1.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.jpg206.71 kBLokaðurYfirlýsingJPG