en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27616

Title: 
 • Title is in Icelandic Réttmæti activPAL mælis til að meta stöður og skrefafjölda barna sem eru nýbyrjuð að ganga: Forathugun
 • Validity of activPAL to quantify posture allocation and number of steps of novice walkers: Pilot study
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Göngureynsla og æfing skipta höfuðmáli við að ná framförum á göngu. Fjölbreyttar hreyfingar barna auka jafnvægi og styrk og eru þáttur í að ná góðri göngufærni. Mikilvægt er að afla upplýsinga um þær. Vitneskja um hversu mörg skref börn með eðlilegan hreyfiþroska taka á dag getur gefið vísbendingu um hversu mikla æfingu börn sem eru nýbyrjuð að ganga þurfa til að festa göngufærni í sessi. ActivPAL er hreyfimælir sem metur stöðubreytingar og skref en réttmæti hans hefur ekki verið
  kannað fyrir börn sem eru nýfarin að ganga.
  Markmið: 1. Að skoða hvort gögn frá activPAL mæli gefi réttar upplýsingar um stöður barns sem er nýfarið að ganga borið saman við beint áhorf.
  2. Að skoða hvort activPAL mælir gefi réttar upplýsingar um fjölda skrefa barns sem er nýfarið að ganga.
  Aðferð: Þátttakendur voru sex börn 13-17 mánaða með að meðaltali 11,7 vikna göngureynslu. Hvert barn lék sér frjálst með foreldri í barnvænu rannsóknarherbergi. ActivPAL mælir var festur á barnið og leikurinn tekinn upp á myndband. Hreyfingar og stöður barnanna voru greindar á myndbandsupptöku sekúndu fyrir sekúndu og niðurstöður bornar saman við gögn frá mælinum.
  Niðurstöður: ActivPAL mælirinn ofmat marktækt tímann sem varið var í tveimur flokkum: sitja/liggja (p=0,004) og standa (p=0,046) en munurinn var ekki marktækur á göngu (p=0,15). Myndbandsupptaka sýndi að 15,6% af heildartímanum gerðu börnin aðrar hreyfingar en mælirinn mat. Mælirinn taldi 73,5% af þeim skrefum sem talin voru á myndbandsupptöku.
  Ályktun: ActivPAL mælir ekki á réttmætan hátt stöður og skrefafjölda barna, sem eru nýfarin að ganga.

 • Introduction: Making progress in walking is directly connected to practice. Diverse movements in an upright position help with the development of a child’s balance and strength. These movements are an important part of achieving proficiency in walking and it is therefore important to collect information about them. Information about the number of steps per day a child with normal development takes can be a useful indicator in determining how much practice is needed for normal progress in independent walking. The activPAL monitor measures changes in posture and number of steps taken but its validity has not yet been tested for novice walkers.
  Aims: 1. Compare the measurement of activPAL monitor of posture allocation of novice walkers to direct observation.
  2. Compare number of steps of novice walkers measured by activPAL monitor to direct observation.
  Methods: Six children, aged 13–17 months participated. The mean of walking experience was 11.7 weeks. Participants played in a laboratory playroom with their parents while wearing the activPAL monitor and being recorded on video. The video recording was analysed second by second and compared to the activPAL data output.
  Results: The activPAL monitor overestimated the time spent in sitting/lying (p=0.004) and standing (p=0.046). There was no significant difference in walking (p=0.15). For 15.6% of the time measured using direct observation, the participants were in postures that activPAL does not measure. The activPAL monitor counted 73.5% of the steps counted by direct observation.
  Conclusion: The activPAL monitor is not accurate for measuring postural allocation and number of steps of novice walkers.

Accepted: 
 • May 17, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27616


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
réttmæti activPAL til að meta stöður og skrefafjölda.pdf988.21 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf543.93 kBLockedYfirlýsingPDF