en English is Íslenska

Thesis

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27617

Title: 
  • Title is in Icelandic Mat á samkennd íslenskra barna í úrtaki mæðra 6 - 13 ára barna
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Samkennd er færni fólks í að bera kennsl á og skilja tilfinningar annarra og deila þeim með öðrum. Flestar skilgreiningar á samkennd fela í sér að minnsta kosti tvo grundvallarþætti, innlifun í tilfinningar annarra og skilning á tilfinningum annarra. Markmið rannsóknarinnar var að meta þáttabyggingu nýs matskvarða sem ætlað er að meta samkennd íslenskra barna á aldrinum sex til 13 ára. Þátttakendur voru mæður 291 íslenskra grunnskólabarna í fyrsta til sjöunda bekk úr 13 grunnskólum á landinu. Gert var ráð fyrir að matskvarðinn innihéldi tvo þætti samkenndar, innlifun í tilfinningar annarra og skilning á tilfinningum annarra. Niðurstöður þáttagreiningar gáfu til kynna fjóra þætti, Innlifun í tilfinningar annarra, Skilning á tilfinningum annarra og tvo aðra þætti sem voru ekki nefndir. Þættirnir fjórir skýrðu samtals 47,01% af heildardreifingu atriða. Fylgni á milli þátta var veik til miðlungs¬sterk eða á bilinu 0,11 – 0,36. Áreiðanleiki þátta var á bilinu 0,82 – 0,90 og því viðunandi. Dreifing heildartalna þátta nálgaðist normaldreifingu. Fylgni milli Skilnings á tilfinningum annarra og aldurs barna var marktæk en veik eða 0,16. Á öllum þáttum voru stúlkur að meðaltali með hærri heildartölu en drengir sem bendir til að stúlkur sýni meiri samkennd með öðrum en drengir. Í heildina gefa niðurstöður til kynna að þáttabygging listans sé viðunandi í úrtaki mæðra grunnskólabarna í fyrsta til sjöunda bekk.

  • Empathy is the ability to recognize and understand another’s emotional state, and to share it. Most definitions of empathy comprise at least two fundamental elements, affective empathy and cognitive empathy. The aim of this study was to examine factorial structure of a new questionnaire of empathy for children six to 13 years of age. Participants were mothers of 291 Icelandic primary school children in grades one to seven from 13 primary schools in Iceland. The questionnaire was expected to consist of two factors of empathy, affective and cognitive. Factor analysis yielded four factors, Affective empathy, Cognitive empathy, and two other unnamed factors. The four factors accounted for 47,01% of the total variance. Correlation between factors was low to medium or between 0,11 – 0,36. Reliability of factors was between 0,82 – 0,90 which is acceptable. Distribution of the total scores for the factors was close to normal. Correlation between Cognitive empathy and children’s age was significant but low or 0,16. Girls had on average higher total scores than boys on every factor which indicates that girls have more empathy than boys. Results of the study indicate that the factorial structure of the questionnaire is acceptable in a sample of mothers of primary school children in grades one to seven.

Accepted: 
  • May 17, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27617


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Silja Jónsdóttir_cand.psych.pdf985.23 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Silja_yfirlýsing.pdf6.06 MBLockedYfirlýsingPDF