is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27619

Titill: 
  • Íslenski atferlislistinn: Þáttabygging í úrtaki mæðra 5-13 ára barna
Útdráttur: 
  • Hegðunar- og tilfinningavandi barna og unglinga getur haft mikil áhrif á líf þeirra. Því er mikilvægt að til sé greiningartæki sem gagnast til að greina vandann snemma og skima fyrir þeim börnum sem eiga á hættu að þróa með sér vanda svo hægt sé að hefja markvissa íhlutun. Íslenski atferlislistinn er hannaður til að meta hegðun og líðan barna út frá eðlilegum félags- og tilfinningaþroska. Markmið rannsóknarinnar sem hér er fjallað um var að athuga þáttabyggingu listans í úrtaki mæðra fimm til 13 ára barna. Þátttakendur voru 686 mæður barna í fyrsta til sjöunda bekk í alls 28 grunnskólum víðs vegar á landinu sem valdir voru af handahófi. Þáttagreining á listanum gaf til kynna fjóra þætti sem nefndir voru Skaplyndi, Athygli, Hegðun og Félagstilfinning eftir inntaki þeirra. Samanlagt skýrðu þættirnir fjórir 52,80% heildardreifingar atriða. Áreiðanleiki þáttanna var viðunandi en alfa stuðlar voru á bilinu 0,89-0,95. Fylgni á milli þátta var miðlungs sterk eða á bilinu 0,29-0,44. Heildartölur þátta nálguðust normaldreifingu og höfðu veika en marktæka fylgni við aldur barna eða á bilinu 0,09-0,26. Á þáttunum Athygli, Hegðun og Félagstilfinning voru stúlkur að meðaltali með hærri heildartölu en drengir. Í heildina benda niðurstöður til þess að þáttabygging Íslenska atferlislistans sé viðunandi í úrtaki mæðra fimm til 13 ára barna og að listinn meti eðlilegan þroska, athygli og hegðun barna.

Samþykkt: 
  • 18.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27619


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur.Cand.Psych..pdf805.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan 4.jpeg739.36 kBLokaðurYfirlýsingJPG