is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27623

Titill: 
 • Faraldsfræði gauklasjúkdóma og afdrif sjúklinga á Íslandi: Lýðgrunduð rannsókn,1983-2002
 • Titill er á ensku Epidemiology and outcome of glomerular disease in Iceland: A nationwide, population-based study, 1983-2002
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Faraldsfræði gauklasjúkdóma (GS) hefur ekki verið rannsökuð á Íslandi, en þekkt er að tíðni þeirra er breytileg milli landa. Gauklasjúkdómar geta leitt til lokastigsnýrnabilunar (LSNB) og dauða, en rannsóknir á framvindu eru mjög takmarkaðar. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði og framrás GS á Íslandi, meta þætti sem hafa áhrif á sjúkdómsframvindu og athuga hvort breyting hafi orðið á tíðni einstakra sjúkdóma.
  Aðferðir: Þetta var afturskyggn, lýðgrunduð rannsókn á einstaklingum sem greindust með GS með nýrnasýnistöku á árunum 1983-2002. Leitað var að öllum nýrnasýnum með greininguna GS í gagnagrunni meinafræðideildar Landspítala. Greining var byggð á niðurstöðu rannsóknar á nýrnasýni og klínískum þáttum. Upplýsingar um klínísk atriði og afdrif sjúklinga voru fengnar úr sjúkraskrám, Íslensku nýrnabilunarskránni og Þjóðskrá. Við tölfræðilega greiningu var notast við samanburð hópa, fylgni og áhættuþátta- og lifunargreiningu.
  Niðurstöður: Tíðni nýrnasýnatöku þar sem um var að ræða aðra sjúkdóma en krabbamein reyndist 10,5/100.000/ári. Nýrnasýni sem innihéldu breytingar er samrýmdust GS voru frá 281 einstaklingi og leiddu til 286 sjúkdómsgreininga. Nýgengi GS var 5,5/100.000/ári. Miðgildi aldurs við greiningu var 46 ár (spönn, 1-86 ár) og karlar voru 54%. Nýgengi algengustu undirflokka GS var (á hverja 100.000/ári): IgA-nýrnamein (IgAN) 1,4; staðbundið og geirabundið gauklahersli (focal segmental glomerulosclerosis) 0,5; og sykursýkisnýrnamein 0,5. Nýgengi himnugauklameins (membranous nephropathy) var 0,3/100.000/ári. Hjá börnum var örsær gauklakvilli (minimal change disease) algengastur (24%) og hjá yngri fullorðnum (15-64 ára) IgAN (34%). Hjá eldri fullorðnum (≥65 ára) voru sykursýkisnýrnamein og smáæðabólga jafnalgeng (12%). Tíðni nýrnasýnatöku jókst um 80% á rannsóknartímabilinu. Nýgengi GS jókst um 42% á milli fyrra og seinna 10 ára rannsóknartímabilsins og nýgengi GS meðal eldri fullorðinna tvöfaldaðist. Tíðni einstaka GS jókst í samræmi við hækkandi tíðni nýrnasýnatöku. Tíu ára lifun sjúklinga með GS var 76% og lifun án LSNB var 77%. Það reyndist þó vera mikill munur á framvindu hinna ýmsu GS t.d. var lifun sjúklinga með mýlildi (amyloidosis) 27% og IgAN 92%. Í heild fylgdi GS aukin áhætta á dauða (áhættustuðull 1,8), samanborðið við meðallífslíkur einstaklinga af sama aldri og kyni í almennu þýði, en þetta átti ekki við um einstaklinga sem voru eingöngu með afbrigðilega þvagskoðun sem birtingarmynd GS. Sjálfstæðir áhættuþættir fyrir dauða og LSNB voru prótínmiga og lækkandi reiknaður gaukulsíunarhraði. Hækkandi aldur, tegund GS (frumkominn, afleiddur eða annar) og háþrýstingur, sem þekktur var fyrir töku nýrnasýnis tengdust dauða, en hlutfall gaukla með bandvefsmyndun tengdist LSNB.
  Umræða: Rannsóknin sýnir að nýgengi GS jókst í takt við hækkandi tíðni nýrnasýnatöku á 20 ára tímabili. Nýgengi GS er í hærra lagi samanborið við Evrópulönd, en er svipað og í Olmsted-sýslu í Minnesota í Bandaríkjunum. Áhugavert er að á Íslandi var nýgengi staðbundins og geirabundins gauklaherslis tvisvar sinnum hærra en himnugauklameins. Gauklasjúkdómum fylgir aukin áhætta á dauða og LSNB, en áhættan er þó mismunandi eftir einstökum sjúkdómum. Með því að bæta öðru 10 ára tímabili við núverandi rannsókn verður hægt að rannsaka enn frekar breytingar á tíðni GS, hafi tíðni nýrnasýnistöku haldist stöðug.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: The epidemiology of biopsy-proven glomerular diseases (GD) has not been studied in Iceland, but it is well known that the incidence of different subtypes of GD varies between countries. While GD are a common cause of kidney failure, nationwide information on their outcomes is limited. The aims of the study were to define the epidemiology of GD in Iceland and examine changes in incidence over time, and to explore the outcomes of patients with GD and associated risk factors.
  Methods: This was a retrospective study of all biopsy-confirmed GD in native kidneys at Landspitali – The National University Hospital of Iceland from 1983 to 2002. The database of the Department of Pathology and hospital discharge records were used to identify possible cases. Clinical and laboratory data were obtained from medical records and the diagnosis of GD was confirmed based on all available data. The Icelandic End-Stage Renal Disease Registry and Statistics Iceland were used to identify individuals who had received renal replacement therapy or died. Group comparisons and correlation, risk factor- and survival analyses were used for analysis of data.
  Results: The biopsy rate for all non-malignant renal diagnoses was 10.5/100,000/year. After exclusion of non-glomerular and inconclusive diagnoses, biopsies from 281 patients, yielding 286 GD diagnoses, were included in the analyses. The median age was 46 years (range, 1-86) and 54% were men. The total incidence of all confirmed GD was 5.5/100,000/year. The GD subtypes with the highest incidence were (per 100.000/year): IgA nephropathy, 1.4; focal segmental glomerulosclerosis (FSGS), 0.5; and diabetic nephropathy, 0.5. The incidence of membranous nephropathy (MN) was 0.3/100,000/year. In children, minimal change disease was most common (24%) and in younger adults it was IgA nephropathy (34%); in older adults diabetic nephropathy and vasculitis were equally common (12%). The biopsy rate rose by 80% during the study period and the incidence of biopsy-confirmed GD increased by 42%, with more than a twofold increase among older adults. The relative distribution of specific GD changed in parallel with increased biopsy rates. Ten-year patient survival was 76% and renal survival 77%, but rates of end-stage renal disease (ESRD) and death varied considerably between subtypes of GD, e.g. 27% and 92% patient survival for amyloidosis and IgAN, respectively. As a group, GD were associated with increased age- and sex-adjusted mortality compared with the general population (hazard ratio 1.8), but this finding was not observed among cases with isolated urinary abnormalities at presentation. Independent factors associated with both mortality and ESRD were proteinuria and estimated glomerular filtration rate at presentation. In addition, age, type of GD (primary, secondary or other) and pre-existing hypertension were associated with mortality and the percentage of sclerotic glomeruli was associated with ESRD.
  Conclusions: Our study indicates a rising incidence of GD proportionate to an increase in kidney biopsy rate. The incidence of GD in Iceland is at the upper end of the reported rates from European countries and similar to Olmsted County in Minnesota, USA. Interestingly, FSGS was almost twice as common as MN in the current study. Glomerular diseases are associated with a high risk of death or ESRD. However, this risk varies between different diseases. Addition of another 10-year period will further clarify trends in the epidemiology of GD in Iceland.

Styrktaraðili: 
 • This project received research grants from the Landspitali University Hospital Science Fund (Vísindasjóður Landspítala) and The University of Iceland Research Fund (Rannsóknasjóður Háskóla Íslands).
Samþykkt: 
 • 18.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27623


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gauklasjukdomar_Island_Konstantin_Shcherbak_lokautgafa_2017.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Shcherbak_skemman_okt2017.pdf243.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF